Skírnir - 01.01.1949, Side 164
158
Eiríkur Hreínn Finnbogason
Skírnír
að sýna hinum reyndari mönnum kvæðið til að láta þá gagn-
rýna það. Verður það sjaldnast þrautalaust ungum skáldum
og ekki hér frekar en endranær.
„Á fætur kl. 11. Lokið við Kristjánsmál. Út — til Mjóna
—• borðað. Til Jóns Sigurðssonar. Honum þótti kvæðið dauft.
Það kann að vera, en þær breytingar, sem hann stakk upp á,
get ég ei gert; ég get ei ort í anda og eftir áformi annars
manns. Það skal því vera sem það er, hvort sem það kemur
fyrir ljós eður ei, og þætti mér slæmt, ef það ei yrði, ekki
af því ég vilji sýna mig sem skáld, en einasta af því mér
finnst við íslendingar eigum opinberlega að sýna, að okkur
var vel við hinn látna konung og höfðum líka gilda orsök
til þess. Ég vil því ei gefa kvæðið út fyrir skáldskap, en að-
eins sem söknuð Islendinga eftir Kristján 8., því hér er ei
um annað að gera en, hvort íslendingar vilja láta í ljósi
söknuð sinn eftir Kristján, og finnst mér þá ei endilega
þurfa fremur við meistarastykkis frá þeim en Dönum, sem
láta svo mörg ekki betri kvæði í blöðin.
Þó félli mér illa, ef það væri ónýtt, því ef ég ei get kveð-
ið, hvað á ég þá að gjöra? Það er hið einasta, sem ég finn
hjá mér löngun og, hef stundum líka ímyndað mér, köllun
til. Til alls annars er ég ónýtur, og ef það nú líka bregzt,
til hvers á ég þá að grípa? Mér eru allir vegir luktir.
En ég finn sjálfur, að kvæðið er ei með öllu ónýtt, og
það hefur ei heldur öllum þótt . . . “ (26. janúar.)
Utanmáls hefur höf. skrifað við þennan dag nokkru síð-
ar: „Athugi: Annars er ekkert vitlausara en að sýna öðrum
kvæði sín óprentuð og spyrja um, hvort menn eigi að láta
prenta þau svo, því þá verður aldrei neitt úr neinu. Það er
hezt að gefa strax út, því hér er ei um það að gera, sem
öllum líkar, en sem sé höfundurinn sjálfur með öllum ann-
mörkum hans eða kostum. 5/8. ’48.“
„Á fætur kl. 8V2. Heyrt Krieger. Farið til Konráðs og sýnt
honum kvæðið, en ég hafði ekkert af honum, þeir eru svo
óeinlægir þessir menn, taka öngu hjartanlega eða vilja neitt
verulegt. Konráð áleit nú, að „vonarstjarna“ væri tekið ein-
hvers staðar úr kvæðum Jónasar, rétt eins og hann hefði