Skírnir - 01.01.1949, Síða 165
Skírnir
Dagbók Gísla Brynjúlfssonar
159
einkarétt til að taka úr Sólarljóðum etc. Samtíðamenn hans
hér álíta öngan skáld nema hann, og það er náttúrlegt, því
það er aðeins hjá enum ungu, sem sá ungi má búast við
hluttekningu . .. “ (27. janúar.)
Gísla var illa við Dani. Hér á eftir fara nokkrir kaflar,
sem sanna það. Fleira blandast inn í, og tel ég ekki ástæðu
til að sleppa því úr.
„Á fætur kl. 9. Ekki var lesið í dag vegna sorgarhátíðar-
innar í háskólanum. tít til Hösts — til Mjóna og lesið þýzk
blöð, og ei mun satt, að Mettemich sé frá. Heim og fengizt
við kvæði gömul. Borðað. Til Repps að tala um heimsku
Dana. Upp á háskóla að vera við hátíðina, og þótti mér ei
mikið til koma. Þó er betra kvæði Heibergs en daufa ruglið
úr Oehlenschlager, en ræða Engelstofts var ónýt. . ..
Heim kl. 10, og kom Magnús Eiríksson og söng mjög. Tal-
að við Eirík Jónsson til kl. 1 um almennt og einstakt. Alltaf
styrkist ég meir í trúnni á hverjum einstökum, og Jesús Krist-
ur minn, aldrei skulu neinir svipta mig elsku og lotningu
fyrir þér.
Góðar nætur kl. 1%.“ (15. marz).
„Á fætur kl. 9, en Krieger las ei. Til mömmu og borðað
þar morgunmat. Heyrt Bornemann frá 11—12, hann byrj-
aði nú aftur og var orðinn svo „revolutionair" eftir sjúkdóm-
inn, eða það, sem hefur til borið, meðan hann var veikur,
ha, ha, voila le Danois.
Til Mjóna etc. Ofan á Löngulínu, og hittum við landar
Repp. Margt manna var þar til að sjá burtför sendimann-
anna þýzku, en þeim hafði áður verið leynt út á skip. Danir
sungu: „Danmark dejligst Vang og Vænge“ etc., og var það
smekkleysa, þar sem það endar á: „Een Ting mangler for
den Have: Ledet er af Lave“, og gætti Repp að syngja allt-
af með þessar línur.
Danir eru hlægilegir, og víst held ég, að meir sé allt leik-
ur fyrir þeim en hugur fylgi máli. Repp hefur víst rétt að
segja, að andi þeirra sé aðfenginn, og má þá segja um þá
að vísu: Sálin er svo sem að láni samtengd við líkamann.