Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 166
160
Eiríkur Hreinn Finnbogason
Skimir
Borðað kl. 8 — heim og lesið eftir því, sem ég var að
tala um, þar sem ég borðaði og borða, um Sjón Karls 11.
eftir Prosper Merimée. (Utanmáls: Ég sat einn heima og
allt var autt og tómt á Garði, því flestir voru úti með
skrilnum, svo kyrrðin var mér voðaleg, þegar fór að húma,
og einveran og auðnan.) Ég las hana fyrst um sumarið
seint 1846. Þá bjó ég einn á Garði, því Brynjólfur Snorra-
son var úti á landi. Það var í rúmi minu um kvöld, og þá
fann ég fyrst til myrkfælnis hér i Höfn, því annars er sá
bær mjög óskáldlegur.
Nú las ég hana aftur, og enn er ég hálf-hræddur, svo er
hún undarlega voðaleg. En ég efast ei um sannleik hennar
né annarra fyrirburða, því ég sé ei neina hugprýði í því
að neita slíku með kaldri fyrirlitningu. Hitt er annað að láta
það ei tálma sér eða hræða.
Hreinskrifað ögn af Éaraldi. Til Jóns Þórðarsonar. Þar
var Gunnlaugur, og sagði ég þeim frá fyrirburðinum, og
urðu þeir hræddir líka.
Heim kl. 10 og út á lestrarstofu og lesið í Danavirki ræðu
Olshausens. Henni er víst spillt, en hvað á ég nú að halda?
Hvemig em Þjóðverjar? Þetta eru leiðir tímar, skrillinn er
að æpa úti, og hvað verður um ísland? Góðar nætur kl. 12.“
(24. marz.)
„Á fætur kl. undir 11. Sleppt Bomemann. Fengizt við
Kristjánsmál — heyrt Gram frá 1—2. Til Mjóna — til
„Krigsassessors Valentin“. Mætt Grími á götu, og átti ég þess
sízt von. Hann kom í nótt. Farið að borða kl. 3 — heim kl. 5.
Með fleirum löndum til Grims ofan í Hotel Phönix — þar
var fyrir Brynjólfur Pétursson og Worsaae, og þegar hann
fór, kom Krieger prófessor. Innan um þá gat ég ekkert, og
Grímur var þeim svo innlífaður. Þegar ég kemst innan um
þenna danska hóp, er ég frá, ég get ei tekið þátt í neinu með
þeim eða verið einlægur, ég hef einhverja1) óbeit á þeim. Ég
er útlendingur, ófarsæll og ókenndur meðal þeirra, sem eru
í góðri lífsstöðu og áhti í sínmn hóp. Ó, þessir armingjar,
1) Skr. einhvem.