Skírnir - 01.01.1949, Síða 167
Skírnir
Dagbók Gísla Brynjúlfssonar
161
sem ei skilja, hvað í öðrum kann að búa, og halda sjálfa sig
mikla. En þá er ei annað en að hverfa í sjálfan sig og leita
þar huggunar og styrks, því:
Hver einn sína byrði ber,
bjargar engi vinurinn ...
Þetta er skáldskapur, mikill skáldskapur, hver sem hefur ort,
og það er meir, því það er líka sannleikur ... “ (2. febrúar.)
„ .. . Lokið við Farald loksins, og hefði það varla orðið
svona fljótt, ef prentan ei hefði rekið eftir. Fært Möller hand-
ritið. Borðað kl. 3. Til Repps — hann var ei heima ... til
Mjóna ... Þar var Konráð etc. Grím tel ég ei, því hann er
seldur .. . “. (14. apríl.)
„Á fætur kl. 12, því ég lá óvaknandi í rúminu. Til Möllers
og tekið fyrstu 2 próförk. Til Mjóna. Með Stefáni Thoraren-
sen þaðan ofan í Nýhöfn og hitt gamla Jensen skipherra,
sem flutti mig í sumar frá Húsavík. Borðað kl. 3. Leiðrétt
ögn af örkinni. Faraldur tekra- sig ei svo illa út á prenti í
brotunum, en ég hafði hann þó eiginlega svo, af því ég ei
gat komið honum saman öðru vísi og fannst of lúalegt að
hafa allt í einni þulu, en meiri tilbreyting í hinu. Aðferðina
hef ég fyrst séð á „The Giaour“ eftir Byron.
Heim og setið þar. Til Jóns Sigurðssonar kl. 8. Þar las ég
í „Föðurlandinu“ um ákafa Brúnsvíkinga móti Dönum. Það
gladdi mig, og datt mér í hug:
Brúnsvíkingar blessaðir,
berjið þið á Dönum,
þeir eru meir en maðkaðir
og mjög svo líkir hönum.“
(15. apríl.)
Danir eiga um þessar mundir í styrjöld sinni við hertoga-
dæmin Slésvík-Holstein. Gísli er þar þveröfugur við flesta
aðra og óskar þess heitt, að Danir bíði ósigur, því að það sé
krafa tímans. Styrjöldin er frelsisstríð hertogadæmanna, og
frelsi er krafa tímans. Hann fær lítinn hljómgrunn hjá lönd-
um, hvað þá Dönum sjálfum. Bezti vinur hans, Jón Thor-