Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 168
162
Eiríkur Hreinn Finnbogason
Skímir
oddsen, hefur farið í herinn, og finnst Gísla það ekki lítill
óþarfi. Helzt er það Jón Sigurðsson, sem Gísli getur rætt við
um þessi mál.
Norðurfari Gísla er að koma út um þetta leyti. Landar láta
misjafnlega yfir honum og gagnrýna sumt. Konráði finnst
Gísli halda um of með Dönum í ritinu, en það gremst Gísla
hvað mest, því að það var þó sannarlega fjarri huga hans.
Gísli er því reiður Konráði og fleirmn, sem honum finnst
ekki taka ritinu nógu vel.
„Á fætur kl. 10. Til Mjóna. O’n á Löngulínu og gengið
þar með einni af Shapers dætrum, sem heitir Clara. . . .
Það er leitt fyrir mig, að ég get ei talað svo við neinn mann
hér, að hann ei brigsli mér um Schlesvig-Holsteinismus, og
því verð ég að láta vera að tala.
Á Löngulínu mætti Conferentsráð Thorsteinsson gamla.
Synir hans leiddu karlinn hálfblindan, en glaður var hann
samt og sagði út af Dönum: „Við erum nú komnir í spari-
brækurnar núna trú’ ég, en það var nú líka heldur en ekki
eftir orustuna við Flensborg, en þá var Adam ei nema 24
stundir í Paradís, því þá kom syndin við Slésvík og rak hann
þaðan.“ Guð fylgi enum góða, gamla manni til íslands.
Borðað kl. 2 .. . til Mjóna. Þar kom Grímur etc. Það er
ekkert af honum sjálfum í því, sem hann talar, allt er að-
fengið og af öðrum. Þó hann nú brosi höfðingjabrosi yfir
Norðurfara og öðru, sem ég gjöri, þá má þó vel koma sú
stund, að ég geti litið niður á hann, en þó skal ég ei gjöra
það ...
Annars veit ég ei, hvernig ég á að finna almennilega menn.
Tslendingar eru það ei nema Jón Sigurðsson, og til Skotlands
kemst ég ei — en þá er að taka öllu með karlmennsku eins
og Grettir gamli.
Það er undarlegt: Skúli Thorlacius kom hér í morgun og
þóttist hafa fundið margt í Norðurfara líkt Jónasi Hallgrims-
syni, ég veit það hefur varla verið eftir mig, því þess vil ég
þó vona, að ég geti verið eins frumlegur og hann, en þetta
hefur Skúli haft úr Konráði og Brynjólfi, sem álíta engan