Skírnir - 01.01.1949, Síða 169
Skímir
Dagbók Gisla Brynjúlfssonar
163
mann nema Jónas heitinn. En slíkt tjáir ei, og þó finn ég
vel, að það er ei hjá þeim, sem ég á að leita mér viðurkenn-
ingar, og einkum get ég ei þolað Brynjólf Pétursson. Hann
er svo reigingslegur og þóttalegur, en þó ei rækilegri í hugs-
unum sínum um ísland en Odillon-Borrot um Frakkland.
Skúli skildi ei Farald, og þess var ei von. Fyrir slíka les-
endur hefur mér aldrei dottið í hug að skrifa . . . “ (28. maí.)
Eins og greinar Gísla í Norðurfara bera með sér, fylgdist
hann af miklu kappi með byltingum þeim og frelsishreyf-
ingum, sem áttu sér stað í Evrópu á þessu ári. Orti hann
mörg frelsiskvæði í tilefni af þeim, svo sem Júníbardagann
í Parísarborg o. fl. 1 daghókinni er oft vikið að þessum efn-
um, þó að ekki sé rúm til að birta sýnishorn af því hér. Ég
tel slíka kafla þarfnast skýringa, því að menn muna ekki
atburðina svo nákvæmlega, en þeim er ekki hægt að koma
við með þessari grein. Gísli er oft gramur yfir því, hve bylt-
ingarnar mistakast hrapallega, og kennir það skorti á góðum
stjórnendum, sbr. næsta kafla.
„Á fætur kl. 10. Skrifað Lárusi bróður mínum og búið um
síðustu Norðurfara, og varð ég feginn að verða nú laus við
þá. Borðað hjá mömmu. Út og reynt að útvega Konráði fé,
en tókst ei. Til mömmu. Til Mjóna. . .. Ég var að lesa blöð
og var mjög gramur yfir, að enginn mikill maður væri nú
til. Þeir eru allir dauðir, og hvar eru þeir nú hinir hugum-
stóru kappar, sem gætu tekið í stjór[n]tauma heimsins?
Horfnir út í dimmu eilífðarinnar. Napoleon og Byron eru
ei lengur, og heimurinn er svo hversdagslegur. En bráðum
mun einhver mikill maður koma upp úr kafinu, og þá Dan-
mörk. Vei þér! Illa verði þér, eiturnaðra!
Til Jóns Sigurðssonar, því hann er einasti Islendingurinn,
sem almennilegur er. Hann er svo stakur — „so simpel in
heart and sublime in the rest ..." (2. júní.)
Gísli var eitt af þeim rómantísku skáldum, sem mikluðu
fyrir sér glæsileik fornaldarinnar og blöskraði munurinn á