Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 170
164
Eiríkur Hreinn Finnbogason
Skírnir
henni og samtímanum. Hann var því öðru hvoru notkuð
svartsýnn á framtíð íslenzku þjóðarinnar, þó að alls staðar
leyndist vonarneisti um, að úr ætti eftir að rætast. Hér koma
tveir smákaflar úr dagbókinni, er snerta það efni. Þeir eru
báðir ritaðir í ársbyrjun, og má geta þess, að eftir því, sem
á árið líður, gera frelsishreyfingarnar Gísla bjartsýnni um
framtíð landsins.
„f gærkvöldi byrjaði ég á Bjarnar sögu Hítdælakappa í
rúmi mínu og las til kl. 1 ýý Ég dáist eins í þeirri sögu og
öðrum fornsögum að fegurð og orðafjöld íslenzkunnar og
enni fullkomnu sköpun hennar. T. a. m. Manerer eru þar
kallaðir „hættir“, og svo eigum við svo mörg fleiri orð um
það, t. d. látbragð, viðmót (Væsen), framganga, háttsemi,
hegðan o. s. frv. En þessu gáum vér svo oft ekki að íslend-
ingar, og finnst oss þvi, að orð vanti, þar sem vér höfum
beztu orð. Vér munum ei eftir þeim heldur en þau væru dauð.
En af hverju kemur það? Af því lífið er dautt út hjá þjóð-
inni, rótin er visin, og hvort hún aftur hjarnar við, má guð
vita. Það er eins og þegar vér vorum frjálsir, og hugurinn
var á undan orðinu og verkinu. Nú erum við kúgaðir, við
heyrum fyrr útlendu orðin en við skiljum hugsanina, við
þiggjum allt, en veitum ekkert, allt streymir inn á okkur
utan að, en ekkert kemur að innan og streymir út. Sköpun-
arafl málsins dó með frelsi þjóðarinnar ... “ (2. janúar)
„ ... Stebbi kom af Fjölnisfundi; kvað Konráð hafa stung-
ið upp á að gefa út gamanblað, eina örk á ári, og skyldi það
heita „örkin“. — Ö, Konráð! ég vil gefa út með þér síð-
asta dauðateygjuhlátur hniginnar þjóðar! Og hvað er annað
við hana að gjöra en að hæða hana í gáska og drekkja svo
í gleymsku enum bitru endurminningum. Margt kvað Stefán
Konráð hafa sagt annað, t. d. að gefa út eitt rit á ári: 1. Þröst-
inn, 2. Smyrilinn, 3. Durginn, — fallegustu nöfn — etc. og
seinast Snakkinn, og þá skyldi hann springa og ritið hætta,
— ágætt innfall ... “ (3. janúar.)
Ég geri mér Ijóst, að þessir smákaflar, sem teknir eru á
víð og dreif úr dagbókinni, og hálfgert handahófsval, eru