Skírnir - 01.01.1949, Síða 172
ÁSTRÍÐUR.
Bréf frá Gísla Brynjúlfssyni til Gríms Thomsens.
Bessastöðum, 28. febrúar,
kl. 7 um morguninn, 1845.
Grímur minn!
Ef ég nú hefði eins góðan pappír til og þú, þá skyldi ég
skrifa þér ógnarlega fallegt bréf, en mér gremst svo mikið
að horfa yfir bréfin mín, þegar ég er búinn að búa þau til
og sjá, að þau eru harla ljót, stafirnir eru allir skakkir og
bréfin eru allténd öll útklesst, svo ég get varla þolað að sjá
þessi mín ágætu andlegu „product“ svo hræmuglega útleik-
in af skökkum og eilíflega hallrangandi stöfum, sem þó öngv-
an rétt hafa til að spilla hinu andlega „innvortis“ með sínu
klunnalega „útvortis"; í þessum gremju-augnablikum hef
ég ekkert annað ráð en að kenna því um, að ég hafi ekki
nógu andlegan pappír, og þá öfunda ég þig svo mikið af
fína, góða pappírnum þínum.
Aðra vitleysu á ég nú líka að berjast við, og hún er þessi:
Norðanpósturinn kom áðan og með honum nóg af bréfum,
ég sá utan á bréf til síra Árna frá móðurbróður þínum, og
það þótti mér svo vel skrifað, að áköf löngun brann í brjósti
minu til að stæla eftir hönd hans, en nú finn ég, að „Pind-
arum qvisqvis studet æmulari, nititur etc.“ t) En ég hugga
mig með því, að það kunni að koma af því, að fiður sé í
pennanum mínum. Það fylgir mér líka það óhapp, að ég get
aldrei gert skoruna í pennanum mínum nógu langa, en ár-
unum kennir illur ræðari, og svo mun enn vera. Annars get-
ur þú ekki neitað, að þetta sé mikið gremjuefni fyrir mig,
1) Tilvitnun til Hórazar: Hver sá, sem reynir að stæla Pindar, berst
o. s. frv. [o: á vængjum, sem festir eru með vaxi af list Dædalusar og
hlýtur örlög Icarusar].