Skírnir - 01.01.1949, Page 173
Skímir
Ástríður. Bréf til Gríms Thomsens
167
og að harmur minn sé djúpur að maklegleikum, en nú er
nóg komið af svo góðu, og því er bezt að sleppa því og kalla
þetta nokkurs konar „prologus“ á undan toís £7r«To)Stots. Ad
propositum ergo veniamus,i) en ekki eins og Cicero rever-
tamur, því hann er eins og úrið í gátunni, hann er alltaf
að revertera ad propositum, en kemst þó aldrei, og ég fyrir
mitt leyti vil öngvan veginn vera eins og klukka.
Þar er þá til máls að taka, að í gær gekk ég ofan að sjó.
Það var komið kvöld, og þokan yfir vík og vogi votu fangi
þögul grúfði o. s. frv., og gekk fram á stein við sjóinn og
horfði niður fyrir mig, þá langaði mig til að fleygja mér
ofan í sjóinn, en þó langaði mig enn meira til, að hafkona
kæmi upp úr sjónum. Þá ætlaði ég að biðja hana að bera
mig í faðmi símmx yfir unnir blá í faðm, að brjósti, að hjarta
og vörum Ástríðar. Þar ætlaði ég að vera svolitla stund og
horfa inn í augun full af ást og himinblá, sjúga ást af vör-
um hennar, leggja höndina á hjartað og finna það ennþá,
ennþá einu sinni berjast, berjast fyrir mig einan, og berjast
af hinni fyrstu ást, heyra hana hvísla ástarrómi: „Æ, Gísli,
ég hef aldrei elskað neinn nema þig, aldrei nokkurn tíma
get ég elskað nokkum mann eins mikið og þig. Kysstu mig.
Hvenær ætli ég verði búin að kveðja þig, þegar þú ferð?“
o. s. frv. Og finna, að allt þetta er satt, á því, hvað fast hún
héldi mér við hjarta sitt. Æ, þar er svo heitt, varir hennar
em svo rauðar og skapaðar til kossa, augun eru svo himnesk
og svo ástarleg, röddin svo blíð og sorgleg, og nafnið sjálft
er fullt af ást, og hinn opni faðmur og brjóstið svo töfrandi,
að það er ómögulegt þar að muna til annars en að maður
er þar, því hitann af því leggur í gegnum hinn sæla mann,
sem þar má vera.
Við alla þessa fegurð og sælu ætlaði ég að una um stund,
en láta svo hafkonuna mína aftur bera mig úr faðmi Ást-
ríðar yfmm fjörðinn á útlegðarstað minn. Þar ætlaði ég að
setjast á ströndinni og stara og stara út í dimmuna yfir til
hennar, vera sæll að sitja við öldur, sem snertu ströndina,
1) Þ. e. á undan viðburðunum. Komum þá að efninu ...
11*