Skírnir - 01.01.1949, Síða 174
Skírnir
168 Gísli Brynjúlfsson
sem hún býr á, og biðja smábárurnar að bera henni heitan
koss úr hjarta mínu.
Allt þetta var ég að hugsa í gær og svo miklu meira, en
þetta er nóg til að sýna þér, hvernig mér líði, en eiginlega
ætti ég að setja hér ótal upphrópunarmerki og eina hugsan
við hvert, en það yrði oflangt og ég má heldur ekki vera
að því núna, því Jón Jónsson fór í gær inn í Reykjavík (því
þennan vetur lesum við ekki mikið), og kemur hann ei aftur
í dag. Ég hef því ekkert að gera hér suður frá, en ástin kall-
ar mig til hennar, og ég hlýði henni segjandi: „Liehe komm
und lass, Lass uns sehn wie froh die Götter sind.“ Þegar
ég er kominn þangað, ætla ég að ímynda mér, að ég sé kom-
inn til Faiakanna, og þá ætla ég að fara að segja þér alla
ástarsögu mina, því hér hef ég „qvasi“ raperáS þig „in me-
dias res11.1
Vertu þá sæll þangað til, nú fer ég dreymandi á stað á
litlum bát og vakna í faðmi Ástríðar (ég má til að skrifa
og nefna sjálft nafnið, því ástin þolir engin bönd) við kossa
hennar. —
Reykjavík, sama dag.
Æ, nú vildi ég, að ég hefði fljúgandi penna, ég get ekki
skrifað nógu fljótt, og svo veit ég ekki heldur, hvemig ég
á að byrja á þessu vandamálefni, nema ef það á að vera
svona:
„Ég var ástfanginn eins og þú vissir og var alltaf að verða
það meir og meir. Ég var ekki á sama stað og stúlkan, sem
ég elskaði, og gat því aldrei almennilega sýnt henni, hvað
mikið ég elskaði hana, en með vorinu batnaði allt, um leið
og náttúran vaknaði og blómin opnuðust, vöknuðu hjörtun
og opnuðu sig fyrir ást, og nú á ég að fara að skrifa þér
um þessi blómstur, þessa ást, þessa blómævi mína.
1 vor var ég svo sæll, svo ánægður, ef ég einu sinni sá
hana horfa á mig. Þegar ég sá þessi dökkbláu augu svolitla
stund hvíla á mér, þá gat ég glaður farið burtu og verið að
1) Hér hef ég ,eins og’ dregiS þig ,inn í miðja sögu‘.