Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 175
Skírnir
Ástríður. Bréf til Gríms Thomsens
169
hugsa um þetta augnablik, þangað til ég fór inn eftir aftur
til að njóta annars eins. Þá datt mér aldrei í hug, að mögu-
legt væri, að hún elskaði mig, ég horfði upp til hennar eins
og einhverrar æðri himneskrar veru, sem ég ekki mætti
koma nærri.
Þá las ég Werther á frönsku (ég held, að útleggingin sé
ógnarlega góð, og mér þykir hún eins falleg og óriginalinn,
en það kemur kannske af þvi, að hann strax fékk svo mikið
á mig, og ég lærði mörg hréf utan að. Þetta fyrsta áhrif var
á frönsku, og hann verkar alltaf mest á mig í sama hjúp og
hann var í fyrstu, þegar hann gagntók mig) og þá skildi
ég sjálfan mig, þá opnaðist mér einhver nýr heimur, sem
ég aldrei hafði haft minnstu hugmynd um. Augu mín opn-
uðust allt í einu, og ég sá fyrir mér eitthvert töfrandi blómstra-
land, sem ég nú átti að fara að ganga yfir. Aldrei gleymi ég,
þegar ég fyrst um kvöld fór að lesa Werther og í fyrsta
skipti opnaði þennan helgidóm, hvað mikið þessi orð í fyrsta
bréfinu fengu á mig: „La pauvre Eleonore“, mér fannst
eitthvað svo ógnarlega djúpt í þessum orðum, og enn get ég
ekki skilið, hvað það er, en það veit ég, að aldrei get ég
orðið eins sæll aftur eins og ég var um þetta leyti. Aldrei
getur þetta sama töfr komið aftur, en minningin um það
er nóg sæla.
Werther var einasti vinur minn. Þegar illa lá á mér, tók
ég Werther minn og las dálítið í honum. Þá varð ég glað-
ur, því ég fann kunningja og vin, sem lá eins á eins og mér,
og oft gleymdi ég eigin sorg minni og gleði í því að dást
að sorg hans og gleði.
Einu sinni i vor skrifaði ég í stambók, sem hún átti, og
þegar ég færði henni stamblaðið, þá fann ég hana eina, og
þá sá ég, að hún varð svo glöð. Hún tók í höndina á mér,
og þá færði ég henni líka Werther og las fyrir hana nokkur
bréf í honum. Þá varð ég svo glaður, og ég fór frá mér num-
inn í burtu, því alltaf þegar ég var sem sælastur, rak eitt-
hvað mig burtu, svo ég spillti ekki þessari sælu. Þá var ég
svo ánægður að hugsa um, hvernig hún hefði verið, þegar
hún rétti mér höndina, hvernig augu hennar hefðu verið,