Skírnir - 01.01.1949, Side 176
Skírnir
170 Gisli Brynjúlfsson
þegar hún horfði á mig, og svo margt, svo margt. Það töfr-
aði mig allt.
I annað skipti, eftir að skóla var sagt upp, fékk ég henni
dálítið bréf á frönsku, og nokkru seinna spurði ég hana, hvort
hún hefði lesið það. „Nei,“ sagði hún, „það er betra fyrir
okkur bæði, að ég aldrei lesi það,“ og svo sagðist hún hafa
brennt það. Þetta féll mér nú ógn illa, að hún skyldi hafa
forsmáð bréfið mitt og ekki lesið það, til þess gat ég ekki
hugsað, en samt gleymdi ég því hráðum, og oft sat ég uppi
á lofti hjá henni, þegar hún var að greiða sér, og hárið lokk-
aðist laust ofan um herðarnar. Þá var ég að spyrja hana,
hvort henni þætti ekki fallegt að hafa vísuna svona: „Meiner
Augen stilles Weinen, kannst du nicht verstehn“.
Þá tók ég einu sinni fáein hár af henni, og geymdi ég þau
alltaf, en nokkru seinna kom ég til hennar. Hún var að teikna,
og þá spurði ég hana, hvort hún ætlaði aldrei að gefa mér
ofboðlítinn lokk af sér, ég sagðist eiga þrjú hár af henni. Ég
held ég hafi verið svo sorglegur, þegar ég sagði þetta, því
ég sá, að tár komu í augun á henni, og hún lofaði að gefa
mér lokkinn. Þá fór ég glaður í burtu, þegar ég var búinn
að koma út á henni tárunum, ekki samt af því, að hafa
grætt hana, en af því ég sá hún var eitthvað að berjast við
sjálfa sig að vilja og ekki vilja, og á því þóttist ég sjá, að
hún elskaði mig, en vildi ekki láta mig vita það.
Nokkru eftir þetta var ég einu sinni eitthvað að stríða
henni, og þá sá ég henni féll það illa. Ég stóð inni í sal, og
hún var að leita í einhverjum kassa og tók þar upp úr svo-
lítinn stokk og var alltaf að horfa á hann. Þá voru augun
í henni svo undarleg og eins og henni þætti svo vænt um
stokkinn. Ég spurði hana, hvað væri merkilegt við þennan
stokk, fyrst hún væri alltaf að horfa á hann. Hún lét eins
og hún vildi ekki lofa mér að taka hann, en hendurnar voru
male pertinaces,1) og í raun og veru vildi hún fegin, að ég
tæki hann af sér. Ég leit á lokið, en sá ekkert á því, og
fékk henni hann aftur. Hún lét eins og hún yrði svo fegin
1) Hendumar voru „illa þráar“, þ. e. þverskölluðust af látalátum.