Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 177
Skímir
ÁstríSur. Bréf til Gríms Thomsens
171
að fá hann aftur og sagði brosandi: „Það var gott þú laukst
honum ekki upp.“ Ég heiddi hana að ljá mér hann aftur,
og loksins vann hún feimnina og rétti mér hann svo góð.
Ég lauk honum upp ógnarlega forvitinn, en hvað sá ég?
Ég sá franska bréfið mitt, sem ég hélt, að fyrir löngu væri
komið í eldinn, svo vel geymt. Ég lokaði öskjunum undir
eins aftur, ég held ég hafi verið hræddur um, að þessi sjón
hyrfi, ég trúði ekki augum mínum, en fékk henni stokkinn.
Ég var aldeilis eins og einhver gyllt þokuský væru í kring-
um mig, gleðin vaggaði mér eins og harni, ég tók í hönd
hennar. Hún horfði framan í mig og sagði:
„Gísli, þvi ert þú að stríða mér?“
Ég þrýsti hönd hennar og fór, ennþá þorði ég ekki að
gera meir.
Svona gekk alltaf. Stundum var ég að stríða henni, en þá
kom alltaf svo ógnarlega falleg sætt á eftir. Stundum var
ég hryggur, stundum var ég glaður. Mig langaði til að búa
til ósköp af sögum um ólukkulega ást, en það komst aldrei
lengra. Mig langaði líka til að búa til sögu [um] mann, sem
væri lukkulegur, og láta hann njóta alls, sem mig langaði
til, en fékk ekki, til þess ég gæti lifað í ímyndaninni í sælu
hans. En ekkert varð úr því heldur. Allt sem ég skrifaði var
í hreinasta prósa, og til allrar ólukku datt mér aldrei i hug
að reyna að ríma, og þó held ég, að ég þá hefði helzt getað
það. En það fer nú svona: Þegar menn geta, kæra menn sig
ekki um og eru ánægðir með að finna, að menn geti, en þegar
menn kæra sig um og vilja, geta menn ekki.
Núna yrki ég ekkert, ég verð að segja þér það, fyrst þú
spyrð að því. Ég vil ekki vera að reyna það, sem ég ekki
get, en ég veit það samt ég er ógnarlega skáldlegur í hug-
anum, en það er nú svo, að það sem ég hugsa, á að sökkva
í eitthvert gleymskuhaf og aldrei geta brotizt út, og nú er
nóg um það. Ég ætla að halda áfram sögunni.
Kl. 12.
„Eben schlug die dumpfe Geisterstunde“, en því er nú verr
og miður, ég hefi öngvan „dunkeln blutgefárbten Wein“ til