Skírnir - 01.01.1949, Síða 179
Skímir
Ástríður. Bréf til Gríms Thomsens
173
„Já,“ sagði hún, „allténd allt,“ og þrýsti hendinni ennþá
heitara.
Ef ég gæti látið þúsundasta part af röddinni, sem hún sagði
þetta með, í þessa dauðu og klesstu stafi, þá skyldi ég gera
þig ástfanginn, jafnvel í stöfunum, þó þrefaldur eir væri
utan um hjarta þitt.
Svo fór hún á stað og gekk ofan eftir, þessi fagra elskaða
mynd leið í gegnum loftið, en ég stóð eftir og mændi eftir
henni, en þorði ekki, en gat ekki farið með. Hvað hún þá
hefur hugsað, það veit guð. Það vita þeir, sem vita, hvað
stúlka, sem aldrei fyrr hefur elskað, hugsar, þegar hún er
að berjast við sjálfa sig, vill elska, en þorir ekki, elskar og
vill dylja það. Og það vissi Goethe, því: „Seine Ruh war
hin“ etc.
Og þessari ró hafði ég svipt hana. Áður var hún svo glöð
og ánægð, horfði brosandi fram fyrir sig og kveið aldrei
neinu. En nú sat hún oft og horfði í helgum hugsunum fram
fyrir sig, og tár komu í augun. Ég veit ekki, hvernig það
er, en þegar ung stúlka styður hönd undir kinn og hugsar,
þá er það langtum fallegra en þegar karlmenn eru að hugsa.
Þær verða svo fallega alvarlegar. Það er eins og einhver þoka
hylji þær, og augun verða svo þokuleg og munnurinn eins
og hálf opnast. Allt hugsar. I augunum er ekkert af þessu
skarpa, sem er í hugsun karlmannsins, en þau bráðna blíð
út í loftið og stara á einn blett. Stúlka, sem hugsar, er heilög.
Enginn þorir, eða á að þora, að koma nærri henni, því hún
hugsar ekki, hún finnur, og mitt í hugsaninni er hún eins og
hún sé hugsunarlaus, því hún er eintóm djúp og næm til-
finning.
Þegar hún var farin, tók ég hattinn minn og gekk ofan
eftir. Þá mætti ég ósköpum af köllum og kellingum (ég held
mér hafi sýnzt svo) og tók ofan fyrir öllu þessu og hló, ég
var svo frá mér numinn að hafa faðmað hana.
Það er annars ekki til neins að vera [að] segja meir frá
þessu. Það gæti lika skeð, að eins færi fyrir mér og „cyclisku“
skáldunum, ef ég segði of nákvæmlega frá. Það er þvi nóg
að segja, að loksins varð hún að láta undan og segja mér,