Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 180
174
Gísli Brynjúlfsson
Skírnir
að hún elskaði mig innilega, eftir að hún var húin oft að
segja við mig, þegar ég spurði hana um það:
„Þú veizt það, Gísli.“
Og þá fór hún allténd burt og lokaði sig inni, en nú, þeg-
ar hún sagði mér það, þá getur þú nærri, hvað sæll ég var.
Ég mátti kyssa þessar heilögu varir, liggja við brjóstið, sem
var eins og nýútsprungin rós, og halda um miðjuna, sem
er mjó, og yfir höfuð, hún elskaði mig, þessi hálfguð, sem
mér varla hafði dottið slík vitleysa í hug um, og hún hafði
lengi elskað mig og ég ekki vitað af, hvað sæll ég var. Margra
sælustunda nutum við þá, og mörgum ástarorðum hvísluðum
við. En ég varð að fara frá öllu þessu, ég varð að fara úr
ástarfaðmi austur í Svartaflóa og vera þar í þrjár vikur. Það
var svefns og leiðinda tími. Og nú er kl. 2%, svo ég býð þér
góðar nætur og fer að sofa, á meðan ég er fyrir austan.
1. marz.
Nú er veðrið svo ógnarlega gott, það bezta, sem hefur
komið í vetur. Reykirnir standa upp úr Víkinni eins og úr
kolagröf, en ég sveima fyrir ofan hana, eins og andi. En ég
má ekki vera hjá henni, ég má ekki njóta þessa fagra veðurs
með henni, svo við hæði gætum undir eins, hvort hjá öðru,
brjóst við brjóst og munn við munn, dregið sama ástaranda
úr hinu hreina lofti. Við megum ekki vera saman, nema í
laumi, og svo enginn viti, og nú skal ég segja þér, hvemig
á þessu stendur.
Nokkru eftir að ég kom að austan, fór ég í skólann, og
kom ég þá á hverri helgi inn eftir. Foreldrar Ástríðar tóku
ekkert eftir okkur, og ég skil ekki, hvað blind þau voru. Þau
héldu, að þegar við vorum saman, að við værum að lesa
frönsku eða þýzku, og undir þessu yfirskini gátum við oft
verið saman, en þegar ég kom svo oft inn eftir, þá fór þau
að gruna eitthvað. Og einu sinni um messuna fór maddaman
ofan eftir, og Ástríður var ein heima og ég hjá henni. Þá
nutum við í tvo tíma allrar sælu og gleði, sem ást getur veitt.
En æ, því miður, það var í síðasta sinni, sem við gátum
frjálslega unað saman. Móðir hennar kom, og ég varð að