Skírnir - 01.01.1949, Side 181
Skimir
Ástríður. Bréf til Gríms Thomsens
175
flýta mér svo mikið, að hurðin skelltist á mig og marði hægra
þumalfingurinn. Þetta mar er ennþá ekki vaxið fram af nögl-
inni, og ég vona, að með því vaxi fram af sjálfum mér öll
ógæfa, sem því fylgdi.
Næst þegar ég kom inn eftir, vissu foreldrarnir allt, en
voru þá ekkert vondir. En svo þegar ég kom um jólin, þá
átti ég ekki von á nema eintómum kvölum og svefnleysis-
nóttum. Okkur var bannað að tala nokkurn tíma saman. Ást-
ríði var skipað að gleyma mér. Á mánudaginn fyrir jól (um
sama leyti var Werther að drepa sig) vorum við látin kveðj-
ast. Faðir hennar passaði upp á á meðan, og ég þrýsti, þá hélt
ég í seinasta skipti, þessari elskuðu og elskandi mey eða him-
nesku veru grátandi upp að brjósti mínu. Hún skalf og ósk-
aði sér dauða, og við grétum bæði.
En í þessum bágindum, þá hafði hún þó allténd langtum
meira vit en ég, og þó veit ég, að harmur hennar hefur ver-
ið langtum dýpri. En þessi kjurri meyjarharmur, sem brýzt
ekki ákaft út, en nagar og særir hjartað eitruðum sárum,
þangað til tilrásin visnar. Þessum harmi geta öngir nærri
getið nema þeir, sem hafa séð hann.
Áður en við skildum, tók hún með ákafa utan um mig,
lagði hönd sína á hjarta mitt (æ, hún var ennþá heit, þessi
litla, kæra hönd, sem ég svo oft hafði þrýst og nú kannske
aldrei framar átti að fá að snerta) og sagðist einu sinni enn
ætla að finna hjartað í mér berjast. Hún hálf-datt ofan á
stól og höndin undir ennið, og tárin runnu, grátur og ekki
kæfðu röddina, og hún sagði:
„Aldrei skal ég gleyma þér, ég skal alltaf vera að biðja
fyrir þér.“
Ég fór út og þurrkaði tár mín. Tunglið óð í dimmum skýj-
um, svöl gola blés á austan, og veðrið var eins og þegar
andamir í Ossían em að sveima á skýjum. Ég horfði á móti
golunni og ásetti mér að — ég veit ekki hvað — ég held að
lifa fyrir Jón Blöndahl, því hann var þá kominn og ætlaði
að vera hjá mér um jólin. Ég ætlaði að afneita sjálfum mér
og reyna að gleðja aðra. En golan blés þessum ásetning í
burt, og nú er hann fyrir löngu horfinn. örvænting og kvíði