Skírnir - 01.01.1949, Síða 182
176
Gísli Brynjúlfsson
Skírnir
fylltu mig allan, mér fannst ég vera kominn að djúpu af-
grunni, sem ég ei gæti forðazt. Ég kveið fyrir að vakna á
morgnana og að sofna á kvöldin.
En það batnaði allt. Af einhverri hendingu lærði ég að
koma að salsglugganum, og hún kom þar þá með ljós. Þá
töluðum við saman í gegnum rúðurnar, og þá brostum við
bæði glöð. Ég heyrði betur en héri og sá betur í myrkri en
köttur; ef dyr voru hreyfðar, þá var ég kominn langt út í
dimmuna, áður en aftur var búið að loka þeim og ljósið var
horfið úr salnum. Nú er allt farið að batna með vorinu, við
getum oft talað saman, og því bágra sem við eigum með það,
því meiri er sælan. Foreldrarnir eru farnir að batna, og mar-
ið er bráðum vaxið fram af nöglinni. Gísli Magnússon hefði1)
beðið Ástríðar, og mér var farið að verða illa við hann. En
hann frétti um okkur, og þá hætti hann. Það hefði heldur
ekki dugað, því þó foreldrarnir vildu það, þá er eins mikill
kjarkur í Ástríði eins og þeim. Nú held ég, að Gísli Magnús-
son sé vænsti maður.
Ég kom inn eftir um hverja helgi og les varla neitt. Ég
varð efstur í skóla í vetur, ekki af eigin ramleik, en af því
Ástríður beiddi fyrir mér, og ljúkum vér svo þessari sögu,
þó hún kannske sé nokkuð endasleppt.
Nú fyrst fer ég að þakka þér fyrir tilskrifið og bókina, og
það stendur líka á sama, hvenær það er gert. Margt og ótelj-
andi er það, sem ég enn þyrfti að skrifa þér. Þú ert einasti
vinur minn, og þér þori ég að skrifa allt þetta. Oft hef ég
óskað í vetur, að þú værir horfinn til mín til að hugga mig
og ráða mér hollt. Ögn þykir mér „Ölundin“ þín falleg, og
hún er of falleg til að heita „ólund“. Það er líka það eina,
sem mér ekki líkar. Ástríður syngur hana (eða réttara söng,
á meðan við máttum vera saman) oft fyrir mig, en hún á
ekki við nema svolítinn kafla úr „Webers letzter Gedanke“.2)
1) Svo.
2) [Jakob Benediktsson hefur bent mér á, að hér sé að finna ágæta
heimild fyrir þvi, hvernig þjóðlag geti orðið til. 1 þjóðlagasafni Bjarna
Þorsteinssonar er lag við texta Gríms, kallað Ólund. Þetta lag er mjög