Skírnir - 01.01.1949, Page 185
Skimir
Hexametrum
179
Þess má geta þegar í stað, að vísa þessi er notuð, breytt
vitanlega, sem upphaf að kvæðinu „Um ágirnd og aurasafn“,
sem er með vikivakabrag. Annars má að sinni láta þessa
vísu og hátt hennar bíða, en hverfa aftur að erindinu „Hold-
ið of kátt“.
Sami bragarháttur kemur fyrir á nokkrum stöðum í kveð-
skap, sem er eignaður síra Hallgrími. Sérstaka athygli vekja
tvær þýðingar með fyrirsögninni „Þýðingar úr latínu“ á
bls. 346—47 í útgáfu Gríms. Hin fyrri þeirra er, það ég veit,
fyrst prentuð í Hallgrímskveri 1765, og er á þessa leið:
Úr latinu* útlagt.
Minnstu að gá ef hefð þín er há, að haldir hið rétta;
Vel þó um sjá, hvem (skr. hvom) viltu forsmá eða virðingu fletta.
Lukkan mjög dá kann læðast þér frá, það lát þig ei pretta:
Þykistu stá, svo þenk þar upp á, að þú megir detta.
* Vir videas, qvid tu juheas, dum magnus haberis.
Prospicias, qvem despicias, qvem lædare qværis.
Dat varias fortuna vias, nil ergo mireris,
Sed metuas, ne forte mas, dum stare videris.
Hálfdan Einarsson hefur þá þekkt tilsvarandi latneska
vísu og látið prenta hana neðanmáls. 1 næstu útgáfu, Hól-
um 1770, hefur hann fellt latínuna niður, en bætt við:
Enn úr latinu útlagt:
Stund er sú seinasta, ill og óhreinasta, oss her að vaka.
Reiknast sem ókominn réttláti dómarinn, reikning að taka.
Ókominn, ókominn, að afmá rangindin, en jöfnuðinn krýna,
umbuna réttindin, reka burt illlyndin, ríkið sitt léna.
Loks munu svo allir kannast við, að kvæðið Aldarháttur
er með þessum sama bragarhætti.
II.
Það er alkunna, að hinn grísk-rómverski bragarháttur
„hexametrum“ var órímaður í fomöld. Að réttu lagi skipt-
ist kveðskapur undir hexametri ekki í vísur, heldur var
þar að ræða um runu af löngum braglínum. Hver braglína