Skírnir - 01.01.1949, Side 186
180
Einar Öl. Sveinsson
Skímir
skiptist í 6 bragliðu eða deildir, og er nafnið dregið af því
(hexametrum: sexliðungur). Hálfdan Einarsson prentar vís-
ur síra Hallgríms í braglínum að réttum haotti, en Grímur
Thomsen metur meira rímið.
Undirstaða grísks brags var atkvæðalengd, en ekki áherzla
atkvæðanna, en við gríska bragfræði studdist svo hin latneska.
Hrynjandi sexliðungs er samkvæmt reglum á þessa leið:
— — — (—)
c c 1 c c 1J VJ VJ <J vj O
þ. e. fyrstu fjórir bragliðirnir eru vanalega reglulegir þri-
liðir, en í stað þríliðar getur þó komið tvílangur. Sjaldnar
er stuttu atkvæðunum breytt í eitt langt í 5. lið, en í 6. má
hvort sem vill hafa réttan tvílið eða tvílangan. Menn gæti
þess, að hér er aðeins að ræða um atkvæðalengd, ekki áherzlu;
— táknar langt atkvæði, u stutt. Á miðöldum tíðkaðist mest
annars konar kveðskapur, reistur á áherzlu atkvæða (carmen
rhythmicum) — og er það sama reglan sem nú tiðkast í ger-
mönskum löndum. En um leið varðveittu menn þó kunnátt-
una að yrkja eftir atkvæðalengd, og var það þá kallað car-
men metricum. Þannig notuðu menn á miðöldum allmikið
sexliðung og ortu að fornum hætti. En á þessum tíma varð
rím algengt (og var að jafnaði haft í carmen rhythmicum),
og þá tóku menn upp á að ríma sexliðung, vanalega á þessa
Lucifer ut stellis, sic es praelata puellis.
(Eins og morgunstjaman ber af öðrum stjömum, ert þú um allar meyj-
ar fram.)
Undir þessu afbrigði sexliðungs er lofkvæði um Þorlák
biskup, seih sungið var í tíðum í messu hans og byrjar svo:
Præsul Thorlace, qvi gaudes perpete pace,
felix perfecte, venerabilis, melite, recte ...
Þetta er líka bragarhátturinn á vísunni „öld óðum spill-
ist“, sem fyrr var getið. Þeir vissu, Hálfdan og aðrir, hvað
þeir voru að gera, þegar þeir kölluðu þetta „hexametrum“.
Til að greina rímaðan sexliðung frá hinum órímaða var
annars notað nafnið leónínskur bragur.