Skírnir - 01.01.1949, Síða 187
Skímir
Hexametrum
181
I fomöld var algengt aS stytta jöfnu braglínurnar í sex-
liðung um einn lið — hét sú braglína þá „pentametrum“,
en hátturinn var kallaður elegiskur háttur eða „distichon“.
Á miðöldum sýnist leónínsk-elegiskur háttur hafa verið mjög
algengur, og gátu rímafbrigðin verið með nokkuð mörgu
móti.1)
Alþekkt var sú tegund leónínsks sexliðungs, að hafa þrjú
rim í línu; tvö atkvæði inni í línunni rímuðu saman, og síð-
ustu tvö atkvæðin rímuðu við lok næstu línu (aab/ccb).
Dæmi um þetta skal nefna úr kvæði eftir Bemharð af Mor-
las (eða Cluny), sem lifði á 12. öld; kvæðið fjallar um hinn
efsta dag:
Hora novissima, tempora pessima sunt, vigilemus.
Ecce minaciter imminet arbiter ille supremus:
Imminet, imminet, ut mala terminet, aequa coronet
Recta remuneret, anxia liberet, aethera donet . . . 2)
Það þarf ekki að hafa mikið fyrir að þýða þessar línur;
vísa Hallgríms: „Stund er sú seinasta . .. “, sem tekin var
upp fyrir skemmstu, er nokkurn veginn nákvæm þýðing
þeirra. Þetta kvæði hefur þá Hallgrímur þekkt, og hann hef-
ur þekkt línumar „Vir videas . . . “, hvaðan sem þær em nú.
Þar hefur hann kynnzt latneskum kveðskap undir leónínsku
hexametri með ríminu aab/aab/aab/aab gegnum fjórar lín-
ur. Sama rím hefur hann í erindinu „Holdið of kátt . . . “,
sem vel gæti verið þýðing, og í Aldarhætti.
III.
Á miðöldum urðu bókmenntir á þjóðtungunum fyrir litl-
um áhrifum frá hinum forna rómverska kveðskap, svo að
alveg sé sleppt þeim gríska. En með viðreisninni verður sú
breyting á, að menn fara eftir mætti að líkja eftir forna
1) Sem dæmi má nefna kvæðin nr. 49, 65, 102 í The Oxford Book
of Medieval Latin Verse, chosen by Stephan Gaselee, Oxf. 1928.
2) Sjá The Oxford Book of Medieval Verse, nr. 54. Með svipuðu rimi,
sem þó er ekki sett alveg á sama stað í línunni, er kvæði Marbods
(1035—1123) um Maríu mey, nr. 48 í sömu bók.
12