Skírnir - 01.01.1949, Síða 188
182
Einar Öl. Sveinsson
Stímir
kveðskapnum, bæði að efni og formi. Eitt af því, sem menn
dá hvað mest, eru söguljóðin grísk-rómversku, ekki sízt Ene-
asarkviða Virgils og Hómerskvæði.
Eneasarkviða og Hómerskvæði eru ort undir hexametri.
Yfir þessum brag var slikur ljómi, að mönnum hlaut að vera
keppikefli að sjá kvæði á móðurmáli sínu með þeim hætti.
Það er að vísu ekki fyrr en á 17. öld hér á Norðurlöndum,
að gerðar eru tilraunir í þessa átt, en annars var þess ekki
von fyrr. Árið 1641 gaf Bertel Knudsen Aqvilonius, prestur
í Kongsted á Sjálandi, út rit um danska braglist (Ad poet-
icam danicam deductio), og er þar dæmi um sexliðung á
dönsku, mjög þunglamalegt. Það er órímað. Á þessum árum
vann Anders Christensön Arrebo að því að yrkja upp á
dönsku söguljóðin um sköpunina (La semaine) eftir du Bar-
tas; hét ritið á dönsku Hexaemeron og var prentað 1661.
Nokkur hluti þessa verks er á eins konar rímuðu hexametri:
O, almægtige gud, al verdens skaber og herre,
Prægtig gár du herud, din geming sirlig má være!
Herlighed er din dragt, og lys din klædebon hvide!
Dejlighed er din pragt, du skin som solen hin blide.
1 Svíþjóð komst þessi háttur til enn meira vegs. Árið 1658
komu út söguljóð Stiemhielms Hercules, og var hátturinn
órímaðiu- sexliðingur; það kvæði var annars að minnsta
kosti tíu árum eldra. Eftir sama höfund er Bröllops-Beswárs
Ihugkommelse talið vera, undir sama hætti. Þetta sýnir, að
erlendis höfðu menn nokkurn hug á þessari tilraun.
Á Islandi verður hennar vart nokkru fyrr. Árið 1620
yrkir Jón Guðmundsson, prestur í Hítardal, erfiljóð eftir
konu sína, og hefur Páll E. Ólason, sem um það getur, til-
tekið, að það kvæði er ort undir „sex- og fimmmæltum hætti
grísk-latneskum“, en það er hinn elegiski háttur. Dæmi sýn-
ir, hvernig þessari tilraun er háttað:
„Þá, sem að þomgrund leit þurfandi matar og klæða,
sjúka eða sára í heim, samaumkan veitti þeim.
Umferðar aumum lýð atvinnunnar óskaði löngum;
hönd rétti hennar geð hungruðum lika með.“x)
1) Páll E. Ölason: Menn og menntir IV 591—2.