Skírnir - 01.01.1949, Síða 190
184
Einar Öl. Sveinsson
Skímir
háttur. Það er langt, 22 erindi að vanalegu tali, og er þá
skoðað sem erindi það, sem rímið afmarkar sem sérstaka
heild, en það svarar til fjögra braglína í hexametri; hverju
erindi er svo vanalega skipt niður í 12 vísuorð. Er kvæðið
þá alls 88 sexliðaðar línur.
Efni kvæðisins er alþekkt: samanburður íslenzkrar menn-
ingar í fomöld og á samtíð skáldsins, og væri þetta lög-
eggjan, ef þjóðin hefði ekki verið í þeim helgreipum, að
hún fékk sig hvergi hrært. Lýsing fornaldarinnar er að sjálf-
sögðu rómantísk, en menn gæti vel að því, að ég hygg þó
mjög fátt i henni, sem eigi megi styðja dæmum úr fom-
sögum eða fomkvæðum, en það sem þar stóð, hugðu menn
þá, og löngu síðar, góða sagnfræði. Svo að Hallgrímur vissi
ekki til, að hann færi með neitt fleipur. Hinna fornu, ókristnu
siðaskoðana gætir í kvæðinu, og má vera, að það valdi þeim
fáleikum, sem kvæðið verður fyrir í hók Magnúsar Jónsson-
ar um Hallgrím. En engum ætti að dyljast þjóðhollusta og
frelsisþrá kvæðisins:
Kostir sjást farnir
þar fólknárungamir
þeim framandi hlýða;
dúksbræður svamir
og glysmélagjarnir
svo gerast nú víða.
Fenju dragkvamir
í fémútu spamir
um farveginn skriða;
innlendir bamir
þó öngvar fá vamir,
þeir ofriki líða.
Ég gat áðan hinna miklu tengsla kvæðisins við íslenzkar
fomhókmenntir að efni og anda, en það er raunar mál, sem
ætti skilið vandlega rannsókn. Sama er að segja um málfar
kvæðisins. Kenningar og heiti skáldamálsins foma voru í
fullum hlóma á 17. öld, en engum, sem athugar Aldarhátt,
getur dulizt, að hér em miklu nánari tengsl við dróttkvæðin
en vant er í kveðskap 17. aldar. Það mál verður nú ekki
tekið til meðferðar hér. Efni þessarar smágreinar er „hexa-