Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 192
„ÞÁ ER VÉR ERUM Á SKIPUM STADDIIR . .
Forníslenzk prédikun.
Með formálsorðum og athugasemdum eftir
Hakon Hamre.
1 íslenzku handriti frá því um 1200, einhverju hinu elzta, sem varð-
veitt er, er hrot af íslenzkri þýðingu af Physiologus. Aftan við er á
tveimur blöðum varðveitt skipsprédikun og örstutt prédikun um regn-
bogann. Handritið er i Ámasafni og ber merkið AM 673a 4to. Brotin
af Physiologus hafa verið prentuð oftar en einu sinni, síðast í 27. bindi
af Islandica („The Icelandic Physiologus, 1938), en prédikanirnar tvær
hafa ekki verið teknar með, af því að þær voru óviðkomandi Physio-
logus-textanum. Þær eru prentaðar í fyrsta sinn af Kölbing í Zeitschrift
fiir deutsches Altertum und deutsche Litteratur XXIII (1879), bls. 258
—261. Kölbing las handritið á ýmsum stöðum verr en skyldi, og hann
tók sjálfur eftir því, og í Anzeiger fiir deutsches Altertum VI, 1880,
bls. 112, og Göttingische Gelehrte Anzeiger 1884, nr. 12, kom hann með
nokkrar leiðréttingar við fyrri lestur sinn.
En þegar hinn viðurkenndi handritalesari Ludvig Larsson vann að
undirbúningi rits síns „Ordförrádet i de alsta islándska handskriftema"
(1891) og bar af þeirri ástæðu texta Kölbings saman við frumtextann,
komst hann að þeirri niðurstöðu, að á lestri hans væra svo miklir ann-
markar, að hann lét sjálfur prenta textann frá upphafi til enda í Zeit-
schrift XXXV (1891), bls. 244—48, samkvæmt nýjum lestri sjélfs sín.
Prédikanimar hafa ekki verið prentaðar síðan, og hér er texti þeirra eftir
þvi sem Larsson las, en með samræmdri stafsetningu. Handritð sjálft er
mjög illa farið, morkið og að nokkru leyti að molna sundur, og mjög
vont er að lesa það. Forstöðumaður Ámasafns, prófessor Jón Helgason,
hefur sagt mér, þegar hann sýndi mér handritið 1946, að hann teldi
ógerlegt að lesa meira af því en Ludvig Larsson hefur gert, og hann ætl-
aði, að Larsson hafi lesið handritið rétt.
Eins og fyrr var sagt, er handritið frá því um 1200, en ekkert er því
til fyrirstöðu, að prédikanimar sjálfar geti verið eldri. 1 textanum era
villur, sem virðast ótviræðar uppskriftarvillur, og bendir það á, að hann
sé ritaður eftir eldra handriti. Hvorki texti né mál ber að öðra leyti
nein örugg aldursmerki.
Finnur Jónsson segir í bókmenntasögu sinni (II. bindi, bls. 930), að
margar af prédikunum þeim, sem varðveittar era í íslenzkum handrit-