Skírnir - 01.01.1949, Page 193
Skímir
Þá er vér erum á skipum staddir
187'
um, séu án efa í öndverðu norskar. En hvorki efni né mál veita nokkra
sérstaka ástæðu til að ætla, að skipsprédikunin sé ekki íslenzk.
Ég get ekki fundið, að skipsprédikunin styðiist beinlínis við útlenda,
ritaða fyrirmynd. Það er sennilegt, að táknfræðilegar útskýringar af
þessari gerð hafi verið vanalegar á 12. öld, sbr. „Kirkjudagsmál“, pré-
dikun þar sem kirkjubyggingin og hlutar kirkjunnar eru útskýrðir tákn-
fræðilega.
Skipsprédikunin hlýtur að vera samin þar, sem bæði prestur og söfn-
uður vita full deili á skipum og siglingum.
Aftan við skipsprédikunina er prentaður kaflinn um regnbogann;
hann er örstuttur, ef til vill útdráttur.
Eyður í handriti eru táknaðar með homklofum; þau orð, sem þar em
á milli, eru sett að tilgátu.
I.
Þá er vér erum á skipum staddir, þá skulum vér oss láta
í hug koma, hvat skipit jarteinir allt saman. Þat jarteinir
heiminn allan saman. En kjölrinn jarteinir trú rétta. Stafn-
ar jarteina skím óra. En naglarnir jarteina1) ást við Guð
almáttkan dróttin várn, fyr því at hon heldr saman allri
trú sem naglar halda saman öllu skipinu. Innviðr jarteinir
góðgerning manna, fyrir því at svá sem innviðir remma allt
skipit, svá [remma ok] góð verk hugskot manns til Guðs
miskunnar. En árar jarteina framfœrslu góðra verka, fyrir
því at skipit er skammfœrt, ef eigi fylgja árarnar. Stýrit jar-
teinir tungu manns, fyr því at stjórnin stýrir skipinu sem
tunga manns stýrir öllum manninum til góðra hluta eða
illra.2) En ef stýrimaðr stýrir illa skipinu, þá [ferr?] afleiðis
skipit ok fyrirfersk allt þat, er á er á skipinu. Svá fyrirferr
ok sá maðr sér, er illa stýrir tungu sinni, ok verðr mörgum
þat at bana. En ef hann gætir vel tungu sinnar, þá stýrir
hann sér til himinríkis.
1) Leiðr.; Ludvig Larsson les: jarteinir.
2) Leiðr.; Ludvig Larsson les: til góðra hluta illra eða illa. — [Geta
má þess, að orð textans um, að skipið sé skammfært, ef eigi fylgja árar,
minna á orð Hávamála (74. v.): „skammar ro skipsráar", en það, sem
hér á eftir er sagt um tungu manns, minnir á „tunga er höfuðs bani“
(Háv., 73. v.). E.O. S.]