Skírnir - 01.01.1949, Page 198
190
Þá er vér erum á skipum staddir
Skímir
1 fornlögunum og í skipsprédikuninni getur stœSingr ekki þýtt s. s.
bras. Aktaumar, sem bæði em nefndir í Snorra-Eddu og í lögunum,
er hið vanalega orð um það band, og taumar í skipsprédikuninni er alveg
eflaust sama sem aktaumar. Ef myndin, sem kemur fram í prédikun-
inni — siglutré, rá og segl táknandi Krist á krossinum — á að vera
rökrétt í einstökum atriðum, verður að hugsa sér hendur Krists við
rárendana, og „taumar ok stœfiingar“ = „blóð þat er rann ór höndum
. .. “ verða þá að vera meðal reipanna í jaðri seglsins fyrir neðan rár-
endana. Hvað snertir tauma er likingin í góðu lagi. En þá verða stœS-
ingar annaðhvort að vera skautklær eða bóglínur. Skautklærnar em alltaf
nefndar skaut eða skautreip, og era þau nefnd bæði í lögunum og í
Snodda-Eddu, og er þess vegna miður sennilegt, að stœSingar þýði skaut-
reip. Eftir em þá bóglínurnar, bönd, sem fest vom í útjaðra seglsins
nærri miðja vega, eitt hvom megin, og vom þau fest á bóg skipsins.
Orðið bóglína kemur hvorki fyrir í lögunum né í skipsprédikuninni.
Nærri lagi er að álykta, að stœSingar þýði þá bóglínur, því að í fyrsta
lagi var óeðlilegt, að þessa mikilvæga bands væri ekki getið í lögunum,
og í öðm lagi mundi þessi merking fullnægja öllum kröfum um að lík-
ingin í prédikuninni sé eðlileg og rökrétt.
Enn má geta þess, að kallað er at sta báten (eða liken), þegar hert
er á bóglínum á Sognsbátum með rásegli.