Skírnir - 01.01.1949, Síða 199
RITFREGNIR
KviSur Hómers. Sveinbjörn Egilsson þýddi. I. bindi Ilíonskviða. II.
bindi Odysseifskviða. Kristinn Ármannsson og Jón Gíslason bjuggu til
prentunar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík 1949, 1948.
Síðla árs 1844 fóru þáverandi stiftsyfirvöld á Islandi, þeir Jón John-
sen assessor og Steingrímur biskup Jónsson, þess bréflega á leit við Svein-
björn Egilsson, að hann endurskoðaði þýðingu sína á Odysseifskviðu, ei
birzt hafði í boðsritum Bessastaðaskóla á árunum 1829—40, en spurðu
hann jafnframt, hvort hann mundi fús að þýða Ilíonskviðu. Hugðu þeir
á útgáfu kviðnanna og kváðust með henni vilja auðga íslenzkar bók-
menntir. Skyldi útgáfa þessi ætluð alþýðu manna, en þó hagað þannig,
að hún kæmi fræðimönnum að notum. 1 bréfi, sem Sveinbjörn skrifar
einum vina sinna skömmu síðar, sést, að hann hefur fallizt á endur-
skoðun Odysseifsdrápu. Segir hann þar, að stiftið hafi „í hyggju að
gefa hana út í Rvíkurprentsmiðju sosem einhverja skemmtunarbók fyrir
almennnig, sísona til húslestra". Á Ilíonskviðu minnist hann ekki, en
vér vitum, að hann sneri henni allri í óbundið mál á árunum 1847—48.
Hafði hann áður snúið ýmsu úr kviðunni í ljóð og farið yfir bróðurpart
hennar í kennslu sinni 1819—30. Af hinni ráðgerðu útgáfu stiftsyfir-
valdanna varð þó ekki, hvað sem valdið hefur. Eftir daga Sveinbjarnar
tóku nokkrir menn sig saman um útgáfu á verkum hans, og batzt fyr-
ir henni Jón Ámason. Kom Ilionskviða út í þeirri lotu í Reykjavik 1855,
en endurskoðuðu þýðingunni komu þeir ekki frá sér. Rættist ekki úr
um útgáfu hennar fyrr en 1912 í Kaupmannahöfn, og sá Sigfús Blöndal
um hana. —
Réttum 100 órum eftir fyrrgreinda málaleitan stiftsyfirvaldanna við
Sveinbjöm Egilsson var enn hafizt handa um útgáfu Hómersþýðinga
hans í óbundnu máli. Var þar að verki stjórn Menningarsjóðs og Þjóð-
vinafélagsins, en fmmkvæði átti Jónas Jónsson. Fól stjómin þeim Kristni
Ármannssyni og Jóni Gíslasyni að annast útgáfuna. Er hún nú farsæl-
lega til lykta leidd og mun þegar í höndum þúsunda manna um land allt.
Otgefendur hafa stuðzt við eldri útgáfumar (1855 og 1912), en borið
textann vandlega saman við handrit Sveinbjarnar í Landsbókasafni. Þá
hafa þeir grafið upp eintak af Viðeyjarútgáfu Odysseifsdrápu, er Svein-
björn hefur átt og fært inn í ýmsar breytingar. Ná þær aftur í XVI.
þátt, en hreinrit hans aðeins aftur í upphaf hins XIV. Fylgja útgef-
endur eintaki þessu, er hreinrit Sveinbjamar þrýtur. Má þó varla lita