Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 200
192
Ritfregnír
Skímir
á þessar lagfæringar sexn fullnaðarendurskoðun Sveinbjamar, þvi að
samanburður hreinritsins og hins lagfærða eintaks sýnir, þar sem hon-
um verður við komið, að Sveinbjöm hefur ýmsu breytt í hreinritun-
inni, bæði vahð á stundum annað orðalag en fram kemur í lagfæring-
unum og breytt sumu, er hann hafði ekki hreyft við í prenteintakinu.
En skemmtilegt er að sjá þama þýðingar Sveinbjarnar í deiglunni.
Þeir Kristinn og Jón hafa borið allar þýðingamar línu fyrir línu
saman við gríska textann, og hefur það ekki verið neitt smáræðisverk.
Hafa þeir þó átt marga góða stund í þeim lestri, er þeir hafa orðið að
stiga Sveinbirni í spor skref fyrir skref. En því betur sem þeir kynnt-
ust honum, því meir dáðu þeir hann: „Við nákvæman samanburð hefur
aðdáun okkar á frábærum þýðandahæfileikum Sveinbjarnar, málsnilld
hans og orðkynngi stórum styrkzt."
Framan við II. bindi (sem reyndar kom út fyrr) hafa útgefendur
samið langan inngang. Hefur Kristinn Ármannsson gert þar, að þvi er
mér virðist, glögga grein fyrir Hómer og hetjukvæðum hans og þeim
menningarheimi, er þau lýsa. En Jón Gíslason hefur ritað um áhrif
Hómers á vestræna menningu og loks sérstakan þátt, er hann nefnir:
Hómerskviður i höndum Sveinbjarnar. Hefur hann þar valið mörg ágæt
dæmi úr þýðingunum til að sýna vinnubrögð Sveinbjamar og tök hans
á Hómer. Ber hann saman dálitið sýnishom úr eldri þýðingu Svein-
bjarnar á Odysseifsdrápu og samsvarandi kafla í hinni endurskoðuðu
þýðingu og tekst þar að draga fram og lýsa þeim meginbreytingum,
er Sveinbjörn gerði og langoftast vom til bóta. Jafnframt sýnir hann
dæmi um þróunina í meðferð hans á hinum grísku nöfnum, hversu þau
hafa smám saman sorfizt í meðfömnum, unz þau féllu að íslenzku
tungutaki.
Að þvi búnu ræðir Jón, hve Sveinbjöm „hefur vitandi eða óafvitandi
sótt mörg orðatiltæki og orð í þær greinir íslenzkra bókmennta, sem að
ýmsu leyti gátu talizt skyldar söguljóðakveðskapnum gríska: Islendinga
sögur og íslenzk fomkvæði jafnframt alþýðmnáli í hversdagstali og frá-
sögn.“ Bregður Jón síðan upp skýrum dæmrnn um þetta, en verður auð-
vitað að stikla á stóm, þar sem af svo miklu er að taka.
Eitt höfuðeinkenni á stíl Hómers em lýsingarorðin og þó einkum hin
samsettu. Em og samsett nafnorð mjög tið. Standast hinar ýmsu tung-
ur grískunni mjög misjafnlega snúning í þessum efnrnn. Verða sumar
þeirra oft að tefla fram 2, 3 eða fleiri orðum til þess að tæma merk-
ingu eins grísks orðs. 1 þessum sökum er óhætt að fullyrða, að íslenzkan
standi vel að vígi, og geldur hún lengstum orð við orði. Er afar fróð-
legt og skemmtilegt að bera þýðingar Sveinbjarnar saman við erlendar
þýðingar, bæði i þessu ljósi og öðm.
Jón Gíslason bendir á lýsingarorð Eddukvæða og annarra fomkvæða
sem fyrirmyndir Sveinbjamar og nefnir ýmis dæmi. Er hvort tveggja,
að Sveinbjöm notar óspart orð úr fomu máh og sníður ný í stil við