Skírnir - 01.01.1949, Side 202
194
Ritfregnir
Skírnir
bjarnar mætti segja líkt og um bækurnar hans Ingimundar, að þar var
yndi hans, sem þýðingarnar voru. Þær voru honum athvarf frá torsóttu
orðabókarstarfi og erilsamri kennslu, en þó í nánum tengslum við þetta
hvort tveggja. Orðin og setningarnar, sem hann tíndi úr fomum sögum
og kvæðum eða af vömm samtíðarmanna sinna, urðu honum ekki dauð-
ir bókstafir, heldur lifandi orð, íslenzkur andi, sem hann tefldi fram
gegn orðum Hómers, hinum gríska anda, með góðum órangri. En í
kennslunni las hann þetta fyrir lærisveinum sínum, sem dmkku það
í sig og vom, áður en þá varði, farnir að tala og rita eins og meistar-
inn, og vissu þó varla, hvaðan þeim kom þetta.
1 æviágripi Sveinbjarnar eftir sjálfan hann, sem prentað var með
ljóðmælum hans 1856 og nú fremst í II. bindi hinnar nýju útgáfu, tel-
ur hann upp ýmis verk sín, en minnist þó ekki á Hómersþýðingar.
Nú nefnir enginn svo Sveinbjörn Egilsson, að honum komi ekki þessar
þýðingar hans í hug. Með hinni nýju útgáfu er séð um, að það verði
ekki nöfnin tóm, sem menn minnast, heldur megi þeir Hómer og Svein-
björn þekkjast af verkum sínum um land allt.
Finnbogi GuSmundsson.
The Norse Discoveries and Explorations in America. By Edward
Reman. University of California Press, Berkeley and Los Angeles, 1949.
xiii, 201 bls.
Bók þessi, gefin út að höfundi látnum af prófessor A. G. Brodeur við
háskólann i Californíu, tekur Vínlandsferðirnar til nýrrar meðferðar og
nýrrar gagnrýni, sem aðallega er reist á tveim forsendum: hinum nýju
kenningum um mildara loftslag á norðurhveli heims um 1000 og á
sjómennsku höfundar, því hann var gamall norskur skipari.
Ógrynnum af rusli hefur verið rubbað upp um Vínlandsferðimar af
áhugamönnum með nógu ímyndunarafli en litlu viti. Amerískir Norð-
menn hafa átt sinn þátt í því, þó að ekki sé nú minnzt á annað en
margra binda rit um norrænan uppruna Algonquin Indíánamálsins eftir
Reidar Shervin. En þótt Reman væri áhugamaður (amateur), þá hefur
hann sýnilega verið af því tæi, sem ekki lætur neinar torfærur hindra
leið sína til kjarna málsins, hvorki hið erfiða fornmál handritanna né
myrkvið als þess, er fræðimenn hafa skrifað um málið, sem ef til vill
er enn torfærari.
Hann notar aðallega tvö rit til leiðsögu: rit Hovgaards höfuðsmanns,
Voyages of the Norsemen to America, og rit Gathorne-Hardys um Vín-
landsferðirnar. Eins og G.-Hardy lítur hann svo á, að tvær arfsagnir
séu sem næst jafnar að gæðum: hin grænlenzka arfsögn um Leif heppna
í Flateyjarbók (Grænlendingaþáttur) og hin íslenzka arfsögn um Þorfinn
karlsefni í Hauksbók og AM. 557.