Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 203
Skírnir
Ritfregnir
195
Með hið milda loftslag um aldamótin 1000 í huga hyggur Reman,
að Leifur heppni hafi numið Vínland á vesturströnd Bay of Fundy, er
skilur Nova Scotia og New Brunswick. Helluland Leifs hafi verið suður-
hluti Baffinlands, en Markland hans vesturströnd Nýfundnalands. Er
auðvelt að heimfæra þessa leið til sögunnar.
Allt erfiðara gengur honum að rekja leið Karlsefnis, enda játar hann
sjálfur, að eftir að Hellulandi og Marklandi Karlsefnis sleppi, sé ómögu-
legt að hafa nokkurt gagn af siglingaleiðsögn sögunnar. Helluland Karls-
efnis telur hann norðurhluta Baffinlands, en Markland Ungava Bay í
Norður-Labrador. Þaðan hyggur Reman, að Karlsefni hafi siglt ekki
suðaustur með Labrador, heldur vestur á Hudsonflóa. Hyggur hann, að
Straumfjörður sé Chesterfield Inlet, norðarlega á vesturströnd flóans,
en Hóp landið við ósa Nelson River. Heldur virðist mér staðsetning hans
standa lausum fótum, m. a. verður hann að játa, að engin eiginleg fjöll
séu á þessum stöðum, þótt svo segi í sögunum.
Höf. reynir að skýra vínviðar-högg Leifs með þvi, að Grænlendingar
hafi notað viðjurnar sem tágar til að binda hái og sitthvað fleira.
En þótt auðvelt sé að finna veilur á bókinni, þá er ekki því að neita,
að hér er merkileg tilraun ger til að átta sig á flóknu efni, og geta
fræðimenn því ekki gengið fram hjá henni.
Stefán Einarsson.
Jan de Vries: Altnordische Literaturgeschichte I—II. Berlin und
Leipzig, Walter de Gruyter & Co., 1941—1942.
Þetta er heljarmikið rit í tveimur bindum, og hefur það þó eigi
stærðina eina til ágætis sér. Það er lika merkileg tilraun til að skrifa
virkilega sögu norrænna bókmennta, en ekki, eins og tiðast hefur ver-
ið gert, sögu Eddukvæðanna, dróttkvæðanna, Islendingasagnanna o. s. frv.
1 stað þess tekur de Vries hvert timabil — hverja öld — fyrir sig og
lýsir þannig öllu i einu: Eddukvæðunum á 12. öld, dróttkvæðunum á
12. öld, fomaldarsögum á 12. öld, arfsögn íslendingasagna á 12. öld og
Saxo á 12. öld, svo ein öldin sé til dæmis tekin.
Nú er eins og allir vita ómögulegt að timafesta með vissu annað en
dróttkvæði, sem kennd em höfundum og ætla má, að rétt séu feðruð,
og sagnarit, sem svipað er ástatt um, eins og rit Ara, Eiríks Oddssonar,
Karls Jónssonar, Snorra og Saxos. Sérstaklega er erfitt að tímafesta
Eddukvæðin, og það ekki sízt eftir fund Eggjum-steinsins 1917, sem opn-
aði fræðimönnum möguleika til að setja elztu goðakvæði aftur um 700
eða jafnvel aftur fyrir þann tíma. Með því móti fóru elztu goðakvæði
að slaga hátt upp í elztu hetjukvæði að aldri, eins og t. d. HamSismál,
er fræðimenn ætluðu að gætu upphaflega verið komin frá Gotum og
ort þar út af dauða Jörmunrekks (d. 375) á fimmtu öld.
Ekki fylgir þó de Vries þessum mönnum á gandreiðum þeirra með