Skírnir - 01.01.1949, Síða 205
Skímir
Ritfregnir
197
ið ort á Norðurlöndum. Þó er ekki því að neita, að önnur lögmál hafa
getað gilt um varðveizlu Eddukvæða en dróttkvæða íslenzkra.
Einn af kostum ritsins er sá, að de Vries reynir að bera saman vand-
lega hvert ótímasett kvæði við eldri, samtíma og yngri kvæði til að reyna
að ákveða aldur þeirra út frá hvaða líkindum, sem fengizt geta, í kenn-
ingum eða orðavali. Er enginn vafi á því, að hér er af hendi leyst gott
verk í þessum efnum. Um hitt má efast, að hægt sé að komast að nokkr-
um óyggjandi niðurstöðum eftir þessum leiðum vegna þess, að gera má
ráð fyrir, að margt hafi tapazt af kvæðum, sem breyta mundu mynd-
inni, ef til væri til samaburðar.
Hitt er og líka mjög mikils virði, að de Vries hefur við hvert rit
lista yfir ritgerðir, sem um það hafa verið skrifaðar. Gerir það bók hans
að ómissandi heimildarriti öllum, sem við íslenzk fræði fést.
Hér skal nú láta staðar numið. Þó má taka það fram að lokum, að
það, sem er höfuðkostur bókarinnar, efnisskipunin í tímaröð, verður líka
að sjálfsögðu aðalókostur bókarinnar, sökum þess hve allt er óvíst um
tímaröðina.
de Vries var samverkamaður Þjóðverja á stríðsárunum, og hafa bæk-
ur hans því verið settar á svartan lista með þeim árangri, að þessi bók
hans er litt eða ekki fáanleg, nema ef til vill á svörtum markaði við
afarverði. Get ég þó ekki séð, að neitt saknæmt finnist í þessari mein-
lausu fræðibók, og virðist það meira en lítið misviturt að vemda fræði-
menn frá því að lesa hana.
Stefán Einarsson.
íslenzk rit síðari alda gefin út af Hinu íslenzka frædafélagi.
1. bindi. Ármanns rímur eftir Jón Guðmundsson lærða og Ármanns
þáttur eftir Jón Þorláksson. Ján Helgason bjó til prentunar. Kh. 1948.
2. bindi: Guðmundur Andrésson: Deilurit. Jakob Benediktsson bjó
til prentunar. Kh. 1948.
3. bindi. Ludvig Holberg: Nikulás Klím. fslenzk þýðing eftir Jón
Ólafsson frá Grunnavik. Ján Helgason bjó til prentunar. Kh. 1948.
Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn, hefur efnt til þessa rit-
safns og stjómar því. f upphafi inngangsorða 1. bindis gerir hann grein
fyrir tilgangi þess. Svo sem kunnugt er, vom samin hér á landi
fjöldamörg rit á öldunum eftir siðaskipti, en prentsmiðjumar vom þá
nærri eingöngu notaðar til að prenta guðsorðabækur, þangað til á síðara
hluta 18. aldar. Mikið af bókmenntum tímans er þvi aðeins varðveitt
í handritum. Siðan hefur að visu verið prentað nokkuð af hinum merk-
ari ritum frá þessum tíma, en þó ekki mikið. Og séu tekin rit höfuð-
skáldanna Hallgríms Péturssonar og Stefáns Ölafssonar, þá em útgáf-
umar af verkum þeirra alveg ófullnægjandi og jafnvel í sumum greinum
villandi, eins og Jón Helgason tekur fram. í aðalútgáfunni af Stefáns-
kvæðum em allmörg kvæði, sem sannanlega em ort af öðmm, og Hall-
13