Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 206
198
Ritfregnir
Skímir
grimi eignum við það, sem Hálfdan og Grímur eignuðu honum, önnur
rök höfum við sjaldnast, og þar við situr. Og hvernig var texti Hall-
gríms sjálfs af Aldarhætti? — Þegar til smærri spámanna kemur, er
flest óprentað. Tilgangur Jóns með safninu er fyrst og fremst sá að gera
mönnum aðgengileg merk rit frá þessum tíma, sem óprentuð eru eða
sem óprentuð vegna óvandaðrar útgáfu, og gera það þá á þann hátt,
að menn geti treyst textanum. En til þess þarf bæði gaumgæfilega
rannsókn allra handrita og kunnáttu í meðferð þeirra. Menn geta tínt
saman orðamun úr handritum af mestu elju án þess að vera nokkru
nær um frumtextann, ef menn kunna ekki þá list að flokka handritin
og rekja sig eftir þeim aftur á bak í áttina til frumtextans. En eins og
kunugt er, er Jón Helgason meistari í þessari íþrótt, sennilega hinn
mesti, sem fengizt hefur við útgáfu íslenzkra rita, og má ganga að því
vísu, að engin útgáfa fái rúm í safni þessu, sem ekki fullnægir ströng-
um kröfum um textameðferð.
Þetta er mikilsvert og nauðsynlegt. Þó að hér sé um margt merki-
legra verka að ræða, þá er sumt af því svo bundið við sinn tíma, að
það getur varla hlotið alþýðuvinsældir nú; af því leiðir, að vera má,
að langt líði, þangað til það verði prentað aftur. Er þá sárgrætilegt,
ef svo óvönduglega er frá textanum gengið, að ekki er fullt mark tak-
andi é honum.
Vissulega er hér í Reykjavik töluverður éhugi á útgáfu islenzkra rita
frá síðari öldum, bæði áður óprentaðra og hinna merkari prentuðu rita.
Bókmenntafélagið hefur t. d. annazt útgáfu Annálanna og Fornbréfa-
safnsins, hvorttveggja nauðsynjaverk, Sögufélagið Alþingisbókanna. Þá
hefur Rimnafélagið tekizt gagngert á hendur útgáfu óprentaðra verka
af vissri tegund, og er þar vel til texta vandað. Einstakir bókagerðar-
menn hafa líka sýnt áhuga sinn í þessa átt, en mjög hefur skipt í tvö
hom um það, hve miklar kröfur þeir hafi gert, þegar þeir voru að velja
menn til að annast um útgáfuna. Ég get ekki stillt mig um að nefna
dæmi. Til þess að gefa út sögur Jóns Thoroddsens var fenginn sérfræð-
ingur, sem skrifað hafði merka bók um skáldið, og annaðist hann verk
sitt af sérlega mikilli vandvirkni, bar saman útgáfur og handrit, sem
gildi gátu haft fyrir textann. Á líkan hátt er heildarútgáfan af kvæðum
Einars Benediktssonar gerð af prýðilega hæfum manni, eftir samanburð
allra prentana kvæðanna og með greinargerð um hvert kvæði aftan við.
En oft virðast bókagerðarmenn ekki hafa haft mikinn metnað í þá átt
að fá hina hæfustu menn til þessa verks. Ég skal rétt nefna eitt dæmi
um það, þar sem er útgáfan af kvæðum Jóhanns Gunnars Sigurðssonar
(Reykjavik 1943). Sigurður Nordal hefur i ritdómi í Helgafelli (II 450
—52) sýnt, að kastað hefur verið höndum til meðferðar textans, en of-
an á það bætist ófrómleiki í inngangsoiðunum.
Ég nefndi dæmi um bækur, þar sem handrit koma lítt til greina og
þá aðeins eiginhandarrit eða handrit gerð með yfirsýn höfundar. Þegar