Skírnir - 01.01.1949, Síða 207
Skírnir
Ritfregnir
199
um eldri rit er að ræða, þar sem handrit eru aðalundirstaða textans,
höfðu hókaútgerðarmenn afsökun, meðan á stríðinu stóð, þó að ekki væri
leitað til handrita sem skyldi, en nú er hægara um vik, og hljóta allar
kröfur i þessa átt að vera meiri. Og þá hlýtur ritsafn það, sem Jón
Helgason hefur stofnað, að vera til samanburðar og eggjunar.
Um þau þrjú bindi, sem út eru komin af „fslenzkum ritum síðari
alda“, skal ég aðeins fara fáum orðum. 1 broddi fylkingar eru Ármanns-
rímur Jóns lærða, sem gerast fyrst í Þingvallasveit, en síðan á Bjarma-
landi; þær byrja á frásögn í þjóðsagnastíl, en fara brátt yfir í ævin-
týri. Ekki er kunnugt um neina sögu af Ármanni, sem Jón lærði hafi
notað, og engin vissa um neina samfellda heimild um hann, en ævin-
týri hefur Jón þekkt, og hefur hann sótt mest af efninu til þeirra, og
gerir það rimumar merkilegri en ella. Frá rímum Jóns eru tvær sögur
komnar og kafli i Ólandssögu Eiríks Laxdals. Ármannsrímur er einn
liðurinn í þeirri fjallbúarómantik, sem rekja má í íslenzkum bókmennt-
um frá Grettissögu og Bárðarsögu allt niður til Skugga-Sveins og Búa-
rímna Gríms. Sú rómantik átti sér mjög raunverulegar ástæður, og sýna
Ármanns vísur það gjörla, þær eru skapaðar af ofsóttum manni, sem
hvergi á höfði sínu að að halla meðal byggðarmanna og dreymir um
dygga hjálpendur handan við heiðarbrúnina.
Rímunum fylgir greinagóður inngangur og athugasemdir aftan við,
en auk þess er hér prentaður þáttur, sem Jón sýslumaður Þorláksson
samdi upp úr rímunum.
Annað bindið geymir deilurit eftir Guðmund Andrésson, og hefur
Jakob Benediktsson séð um það. Merkast af þessu er Discursus oppositivus,
sem er ritað móti Stóradómi og heldur fram miklu frjálslyndari skoð-
unum um ástamál en þá voru ríkjandi, en á því varð höfundinúm hált,
því að hann var fluttur utan og settur þar í fangelsi; varð hann þar
að afturkalla allt, sem hann hafði haldið fram, og biðja fyrirgefningar
á því. Það var ekki dælt um þær mundir að hafa sjálfstæðar skoðanir
á þessu í ríki Danakonungs.
Guðmundur naut aðstoðar Óla Worms til að sleppa úr heljar greipum,
og er að ætla, að hann hafi verið á vegum Worms, þegar hann samdi
orðabók yfir íslenzka tungu og nokkrar fornkvæðaskýringar. En Guð-
mundi varð ekki langs lífs auðið, því að hann andaðist 1654 úr land-
farssótt.
Þriðja bindið er Nikulás Klím eftir Ludvig Holberg, þýtt af Jóni Ólafs-
syni frá Grunnavík. Þessi bók Holbergs var á fyrri öldum næsta fræg
og útbreidd. Hún var í öndverðu samin á latinu, en var brátt þýdd á
fjölda margar aðrar tungur. Jón Ólafsson frá Grunnavík sneri henni á
íslenzku og lauk því í ágúst 1745, og voru þá ekki nema 4 ár, síðan
bókin kom fyrst út. En prentuð hefur þýðing Jóns ekki verið fyrr en nú,
og á 18. öld voru raunar tvær aðrar íslenzkar þýðingar gerðar af bókinni.
Efni hennar er ferðasaga Björgynjarbúa eins, sem komst til undirheima.
13*