Skírnir - 01.01.1949, Síða 208
200
Ritfregnir
Skímir
Frásagnirnar eru stundum heldur en ekki kímilegar, en tilgangur höf-
undarins er þó engan veginn saklaus; hann lýsir undirheimahúunum
beint í þeim tilgangi að deila á mannfólkið hér ofan jarðar og draga
dár að göllum þess og annmörkum. Á þeim dögum var orðið ekki eins
frjálst og það er þó allvíða nú á timum, og þá var það heillaráð að lát-
ast vera að segja frá fjarlægum kynjaþjóðum, þegar í rauninni var ver-
ið að tala um nágrannann. Bókin er sömu tegundar og Ferðir Gullivers
eftir Swift.
1 doktorsritgerð sinni nm Jón Grunnvíking minnist Jón Helgason á
þetta rit og kveður það við ellina hafa fengið nokkum kímibrag, en
það er vitanlega gagnstætt því, sem vanalega á sér stað. Merkileg er
þýðingin enn fremur vegna þess, hversu hún sýnir glimu þýðandans
við að finna íslenzk orð um ýmis menningarleg hugtök, sem þá var ekki
vant að ræða um á íslenzku. Sama vandvirkni einkennir þessa útgáfu
og önnur bindi í þessu safni.
Auglýst er, að í undirbúningi séu þessi rit, sem koma eigi í safninu:
Móðars rímur og Móðars þáttur (þjóðsagnaefni); — Hugrás eftir síra
Guðmund Einarsson (um galdra); — Kvæði Halls Magnússonar; —
biblíuþýðingar Gissurar biskups Einarssonar.
Ritstjóri á þakkir skilið fyrir þetta ritsafn, sem ætla má að komi að
miklum notum.
E. 0. S.
Islendinga sögur. Nafnaskrá. Guðni Jónsson hefur samið. Islendinga-
sagnaútgáfan. Reykjavik 1949.
Þessi bók er lokabindi Islendingasagnaútgáfu þeirrar, sem Guðni Jóns-
son hefur stjórnað, og er þar safnað í eitt þeim nafnaskrám, sem ann-
ars eru vanar að fylgja hverri sögu fyrir sig eða hverju bindi, ef fleiri
sögur en ein eru prentaðar í bók saman. Er efninu skipt niður sem
hér segir: 1. Bindaskrá í ritsafninu. 2. Ritaskrá. 3. Mannanöfn. 4. Föður-
nöfn, og er það eins konar lykill: vísar til mannanafnanna á undan. 5.
Staðanöfn. 6. Staðanafnalykill: skrá yfir þá íslenzka staði úr Islendinga-
sögum, sem nú heita öðrum nöfnum en í sögunum; nútíðamafnið er
uppsláttarorð, en vísar til hins foma nafns. 7. Þjóðir og ættir. 8. Hlutir
og dýr. 9. Kvæði og rit. 10. Þing, dómar, viðburðir o. fl.
Framan við er formáli, og gerir Guðni Jónsson þar grein fyrir verk-
inu og hvemig því hafi verið hagað. Svo sem við er að húast, hefur
Guðni notið aðstoðar ýmissa manna við það, og er gerð full grein fyrir
því hér í formálanum, svo sem vera ber, en aðalverkið er Guðna sjálfs,
og er það sannyrði, að hann hafi samið það.
Það er haft eftir hinum fræga þýzka fræðimanni von Wilamowitz,
að registurslaus bók sé ónýt. Liklega er Guðni Jónsson ekki fjarri því
að vera é þessari skoðun, að minnsta kosti hefur hann aldrei kveinkað
sér við að semja registur við bók. Það er engu líkara en hann hafi frek-