Skírnir - 01.01.1949, Side 209
Skímir
Ritfregnír
201
ar yndi af þvi verki. Að þessu hef ég dáðst oft og mörgum sinnum.
Slík ástundun hefur komið sér vel í þetta sinn, því að hér er ekki i
smátt ráðizt, að gera skrá mannanafna og ömefna í Islendingasögum.
Þetta var vel til fallið og harla nauðsynlegt, því að ekkert slíkt verk
var til áður. Þegar um ömefni var að ræða og menn vildu vita, hvort
það eða það nafnið kæmi fyrir í Islendingasögum, var ekki um annað
að gera en leita líklega sem ólíklega í sögunum, þangað til maður þótt-
ist viss um, hvort það kæmi þar fyrir eða ekki. Nú verður hægra um
vik i þessu efni. Ef mönnum lék hugur á að komast að þvi, hvar manns
væri getið, var helzt að leita í rit Linds: Norsk-islándska dopnamn och
fingerade namn frán medeltiden (Uppsölum 1905—15). Það verður ekki
ofsögum af því sagt, af hve mikilli vandvirkni það verk er unnið, en á
því er þó mikill annmarki. Sjónarmið Linds var fyrst og fremst mál-
fræðilegt frekar en sagnfræðilegt. Hann gerði sér allt far um að til-
greina allar myndir nafnsins á öllum stöðum, og væri nafnið algengt,
raðaði hann ekki nöfnunum sagnfræðilega, heldur lét sér nægja að
segja, að það hafi verið algengt. Ef enginn vafi leikur á mynd og beyg-
ingu nafns, hefði vitanlega verið alveg fullnægjandi að tilgreina það
í stuttu máli, en geta nánar aðeins um afbrigði (t. d. breytingar mynd-
ar vegna hljóðbreytingar eða mállýzkumismunar), og mátti svo nota
rúmið í staðinn til að greina nöfnin sagnfræðilega. Þegar um vafasam-
ari nöfn var að ræða, var auðvitað þörf meiri málfræðilegrar smá-
smygli. En vegna þess, hvemig þetta merka verk var hugsað í upphafi,
kom það ekki að sliku gagni fyrir sagnfræðirannsóknir sem þörf var á,
einkum að þvi er snertir algengari nöfn. Ur þessu bætti að nokkru við-
bótarbindi af riti Linds (Ösló 1931), en hvergi nærri til hlítar. Regist-
ur Guðna við Islendingasögumar er því mesti aufúsugestur öllum þeim,
sem hug hafa á fom-íslenzkri mannfræði og sagnfræði. Þá er staðanafna-
skrá Guðna ekki síður velkomin, því að hér er komið í einn stað allt
örnefnaefni þessa mikla fornsagnaflokks. Gerir þetta nú allt hægara inn
vik. Flestöll örnefni konungsagna er að finna í nafnaskránni í síðasta
bindi Fommannasagna, fljótlegt er að finna þau, sem koma fyrir í
Sturlungu og Biskupasögum, þá er Fornbréfasafn og annálar, og er þá
ekki mikið eftir.
Ég hef dálítið athugað nafnaskrárnar hér, sérstaklega skrána yfir
mannanöfn, og virtust mér þær gerðar af mikilli gaumgæfni. Guðni Jóns-
son er, eins og allir vita, ágætlega að sér í íslenzkum fræðum, en ég
hygg hann hafi ekki hvað minnstar mætur og þekkingu á íslenzkri
mannfræði. Ýmislegt nýtt er hér í ættfærslum, en þó hefur Guðni yfir-
leitt varazt hæpnar tilgátur, sem ekki eiga hér heima. Hinar fornu ætt-
artölur em, sem von er til, nógu vafasamar í mörgum greinum, þó að
ekki sé á það bætt.
Hafi Guðni þökk fyrir þetta verk.
E. 0. S.