Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 210
202 Ritfregnir Skímir
Viking Antiquities I—V. Edited by Haakon Shetelig. Aschehoug,
Oslo 1940.
Ritsafn þetta er ávöxturinn af rannsóknum þeim, sem norski rannsókn-
arsjóðurinn (Forskningsfondet av 1919) átti hlut að, að norskir fræði-
menn gerðu í því skyni að kanna eftir föngum víkingaminjar é Bret-
landseyjum og víxláhrif norrænnar og vestrænnar menningar á víkinga-
öld. Lengi hafa fræðimenn, ekki sízt norskir, haft ríkan áhuga á þessum
stórmerka þætti norskrar — og norrænnar — sögu, og þau rit eru ekki
fá, sem þegar hafa um það birzt frá sögulegu og málfræðilegu sjónarmiði.
Má þar t. d. minna á verk manna eins og Alexanders Bugge og Johs.
Steenstrups. Seinast hafa fornleifafræðingar komið á vettvang og hafa
mikið til málanna að leggja. Einhver helztu rit Norðmanna um þetta
efni eru Vikingeminner i Vest-Europa eftir Haakon prófessor Shetelig
og Den norske besetningen pá Shetland-Orknöyene eftir A. W. Brögger
prófessor, en bæði þessi rit eru að miklu leyti byggð á sömu rannsóknum
og Viking Antiquities.
Fræðimennirnir settu sér það mark að hafa upp á öllum fundnum
fornminjum, sem varpa ljósi á víkinguna í vesturvegi og áhrif hennar
fyrir austan og vestan haf, og gefa þessar heimildir út í einu lagi. Þeir
skiptu með sér löndum, og varð verkaskipting þannig, að Anathon Björn
hlaut að kanna England, Johannes Böe Irland, Sigurd Grieg Skotland,
en jafnframt leitaði Haakon Shetelig í söfnum á Frakklandi, en Jan Peter-
sen gerði grein fyrir öllum vestankynjuðum forngripum, sem fundizt
hafa heima í Noregi. Shetelig og Brögger hafa stjórnað rannsóknunum,
en Shetelig hefur verið ritstjóri útgáfunnar. Verður ekki annað sagt en
að hér hafi ósleitilega verið að unnið og gert hreint fyrir sínum dyrum.
Markinu er náð og heimildimar allar komnar á einn aðgengilegan stað.
Otgáfu hefur verið hagað þannið, að 1. bindi er almennur inngangur
að sögu vesturvikingarinnar eftir Shetelig. Næstu fjögur bindi em rituð
hvert af þeim fræðimanni, sem kannaði það land, er bindið fjallar um,
en í þeim öllum er efninu raðað eftir sömu reglu. 1 þeim eru nákvæmar
lýsingar allra þeirra fomgripa, sem til greina koma, með myndum og
fullkominni greinargerð, án þess að ályktanir séu af dregnar. Þetta er
heimildaútgáfa, uppsláttarrit, algjörlega sambærilegt við fornbréfasafn,
hið mikla hellubjarg, sem hús fræðigreinarinnar á að rísa á. Varðar hér
öllu, að nákvæmlega sé lýst og frá skýrt, og sé ég ekki betur en að ein-
mitt um þetta sé Viking Antiquities til fyrirmyndar, enda ekki við öðru
að búast, þar sem allir aðiljar eru nafntogaðir og víðfrægir fræðimenn.
Það em einmitt þessir menn, sem gert hafa norska fornleifafræði að
hvom tveggja í senn, viðurkenndri vísindagrein og áhrifamiklum þætti
í þjóðlífinu almennt. Upphaflega mun hafa verið ráðgert, að ritsafninu
lyki með sjötta og síðasta bindi, sem í væru allsherjar ályktanir og niður-
staða, og átti prófessor Shetelig að rita það. Þetta bindi er þó ekki enn
komið, og er það skaði, en Shetelig hefur á hinn bóginn að nokkm bætt