Skírnir - 01.01.1949, Síða 211
Skímir
Ritfregnir
203’
úr þessu með langri yfirlitsgrein um sama efni í Acta Archaeologica XVI,
1945 (The Viking Graves in Great Britain and Ireland).
Hinar gömlu íslenzku konungasögur og jarlasögur geyma margar og
merkar heimildir um vesturferðir Norðmanna, einkum þó um hernað,
landvinninga og þjóðhöfðingja, smáa og stóra. Minna hafa þær frá að
segja friðsömum innflytjendum, sem tekið höfðu sig upp úr heimahögum
í því skyni að nema land á bændavísu, eignast jörð og óðul. Ekki eru
þær heldur margfróðar um samkomu og samskipti landnemanna og þeirra,
er fyrir voru og stóðu á marga lund é ólíku meimingarstigi. En einmitt
þetta er mjög skemmtilegt menningarsögulegt viðfangsefni, eins og jafn-
an þar, sem mætast sundurleitir þjóðflokkar. Um þessi atriði veitir forn-
leifafræðin allmikla vitneskju, sem fyllir ákjósanlega í eyður hinna rit-
uðu heimilda. Það er að visu satt, að norrænir fornleifafundir vestan hafs
eru ekki vonum fleiri og varast verður að ætla þeim meiri hlut en þeim
ber, en þeir segja jafnan mjög skorinort til sin og eru óvefengjanlegar
heimildir það sem þeir ná. Eins og Brögger og Shetelig hafa sýnt með
fomfræðilegum rökum, er nú ekki lengur um að villast, að hinir fyrstu
Norðmenn á Hjaltlandi og í Orkneyjum voru ekki víkingar, heldur land-
námsbændur, og þeir komu þangað miklu fyrr en áður þótti mega ráða
af rituðum heimildum, sem benda til, að eyjar þessar hafi fyrst verið
byggðar Norðmönnum á dögum Haralds hárfagra. En fornleifar á eyj-
unum sýna, að é Hjaltlandi hafa landnemar tekið sér bólfestu ekki seinna
en um 750, og flestar norrænar grafir á Hjaltlandi og í Orkneyjum eru
frá því fyrir 850. Stór kinnlateigur í Pierowall (Höfn) á Westray í
Orkneyjum er allur frá timabilinu 800—850 og virðist benda til friðsam-
legrar landnámsbyggðar. Þetta er dæmi þess, að fornleifafræðin getur
leiðrétt söguna bæði um eðli og tíma vesturferðanna til þessara eyja.
Viking Antiquities verður vafalaust lengi grundvallarrit í rannsóknum
á vesturvíkingu, En óaðskiljanleg henni er landnámssaga Islands. Þess
vegna má okkur Islendingum vera sérstök þökk á þessu ágæta heimildar-
riti. Til þess hljótum við sífellt að leita eftir hliðstæðum við efnivið
okkar sjálfra, minjarnar frá íslenzkri frumsögu. Sumt liggur fyrirhafnar-
laust í augum uppi, t. d. hin nána líking heiðinna grafa hér á landi
og á Hjaltlandi-Orkneyjum, einnig um það, sem ekki finnst, svo sem
brunakuml. Annað leynir sér fremur, en eflaust er það margt, og sem
heild varpar þetta heimildasafn þakksamlega þegnu ljósi á fornfræðilegar
heimildir islenzkrar landnámssögu, bæði það, sem likt er, og hitt, sem
frábrugðið er.
Að lokum má svo þessi útgáfa vera okkur gott fordæmi. Á þennan hátt
þurfum við að gefa út heimildarrit um íslenzkar fornminjar, sem raunar
er illt til að vita, að erlendir menn eiga hvergi aðgang að, en hljóta þó
jafnan um að spyrja, því að áhugi á fundarsögu og landnámssögu eyj-
anna í Atlantshafi er eflaust fremur vaxandi en minnkandi.
Kristján Eldjárn.