Skírnir - 01.01.1949, Síða 213
Skírnir
Ritfregnir
205
komnum bókum nær óskyld blaðamennskunni eins og hún gerist hjá oss.
— 1 mínum augum er Blaðamannabók árbók stéttarinnar og ætti að flytja
hið helzta og bezta, greinir og myndir, af því, sem blöðin birtu í dálk-
um sínum á árinu. Þetta er ekki að kasta rýrð á ritgerðirnar í bókinni,
margar þeirra eru prýðisgóðar sem ritgerðir og endurminningar, en þær
eiga sammerkt í því, að vera skrifaðar utan við önn dagsins, sem er
samnefnari allra blaðagreina. Beztu greinina í bókinni á ritstjórinn, Vil-
hjálmur S. Vilhjálmsson, frásögn í smásögusniði, „Þegar Bergþórugata 16
brann“, þar næst myndi ég kjósa mér þátt Sigurðar Grímssonar, „Þegar
ég vann björninn“; en kjamann í þessu ritgerðasafni á Elías Mar, er
hann svarar spumingunni: „Um hvað á að skrifa?“ Um allt og ekkert,
um allt í engu, ekkert í öllu. Það er góður blaðamaður, sem klappar
þannig af sér gleðina.
Lárus Sigurbjörnsson.
ViS fjörð og vík, brot úr endurminningum Knud Zimsens, fyrv.
borgarstjóra. LuSvík Kristjánsson færði í letur. Helgafell, Rvik 1948.
Skrásetjari og sögumaður hafa unnið þarft verk með þvi að koma þess-
um endurminningum á prent. 1 fyrstu köflum bókarinnar er glögg og
nærfærnisleg lýsing á dönsku kaupmannsheimili eins og þau gerðust á
landi hér á aflíðandi siðustu öld. Sonarleg hollusta og hlýja einkennir
þessar lýsingar, en allt hið íslenzka umhverfi endurspeglast viðkunnan-
lega og vingjarnlega í litlu rúðunum á kaupmannsheimilinu í Firðinum.
Sem persónulýsing er bókin öll hin mætasta, en það em kaflar hennar
um Reykjavík og bæjarlífið, mn athafnamanninn Knud Zimsen og borgar-
stjórann í átján og hálft ár, sem gefa bókinni gildi sem sjálfsagt fylgirit
bæjarsögunnar. Þar er líka til heimildarmanns að leita, sem kann bæj-
arsöguna á fingmm sér og lagt hefur sjálfur til málanna ómældan skerf
til þess að gera Reykjavík að merkilegustu borg á jafn-norðlægu breidd-
arstigi. •— Frágangur bókarinnar er allur hinn vandaðasti, prentvillur
hef ég rekizt á fáar, og er slíkt sjaldgæft um hækur nú á dögum, ágæt-
ar myndir prýða bókina.
Lárus Sigurbjörnsson.
Eufemía Waage: LifaS og leikið, minningar. Hersteinn Pálsson færði
í letur. Bókfellsútgáfan, Rvik 1949.
Hér er ein minningabókin enn, sem snertir sögu Reykjavíkur. Eufemía
Waage lýsir æskuheimili sinu í bænum fjörlega og oftast sem furðu
hlutlaus áhorfandi, og eru þar sprettir lifandi frásagnar. Kostulegar sögur
koma þar upp á blaðsíðunum, eins og sagan um þá frændur, Einar og
Pétur, hvernig þeir bmgðust við dæmisögunni af „stráknum, sem var
skorinn í Siggeirsporti". Persónulýsingar bókarinnar eru skýrar og sum-
ar með listahandbragði eins og af Thomsens-systram. En þrátt fyrir þetta
er gildi bókarinnar fyrst og fremst sem leiksöguleg heimild, og er hún