Skírnir - 01.01.1949, Page 214
206
Ritfregnir
Skírair
furðu örugg, þegar þess er gætt, að frú Eufemía treystir á minnið, jafn-
vel þegar ræðir um ártöl, sem auðvelt var að ganga úr skugga um,
sbr. orðalagið: „Mig minnir, að það hafi verið 1906, sem Benedikt Grön-
dal átti áttræðisafmæli“, eða „en hann (Sigurður Guðmundsson málari)
andaðist árið 1874 eða 1875“. Missögn er það á bls. 71, er danskur stift-
amtmaður er talinn hafa átt frumkvæði að stofnun „Kulissusjóðs" bæj-
arins, en Jón Guðmundsson ritstjóri siðan bætt þar nokkru við. Þetta
var í rauninni þveröfugt, en formlega var sjóðurinn ekki stofnaður fyrr
en 1866 með gjafabréfi nokkurra manna úr „Kveldfélaginu". Auðvitað
er ekki nema hálfsögð saga, þegar annar segir frá, og ekki sizt í leik-
félagsmálum, þar sem svo grunnt er niður á tilfinningamar og smekks-
og skoðanamunur á öllu. En hver óskar eftir hlutlausri upptalningu, þegar
í boði er lifandi frásögn um erjur og erfiðleika á uppvaxtarárum leik-
listarinnar í bænum, og það af munni liðsmanns, sem tíðast stóð í fylk-
ingarbrjósti? Hafi frúin þess vegna þökk fyrir þennan þátt endurminn-
inganna lika. Hér er margt að glugga í og margt að rifja upp fyrir þá,
sem sátu á áhorfendabekk í Iðnó og höfðu aðeins óljósan grun um átök-
in að tjaldabaki.
Lárus Sigurbjörnsson.
Ari Arnalds: Minningar. — Hlaðbúð, Reykjavík 1949.
Kunningi minn sagði mér um daginn, að hann væri orðinn Land-
vamarmaður, Þjóðræðismaður, Sjálfstæðismaður eða Skilnaðarmaður,
allt annað en Heimastjómarmaður, sem hann hefði þó verið fyrrum. Ég
sagði, að ekki sækti hann í sig veðrið vonum fyrr, eða hversu gegndi rnn
svo snögg pólitísk sinnaskipti? Hann hafði lesið minningabók Ara Arn-
alds, gripið niður í kaflann um Landvamartímabilið og komizt að þeirri
niðurstöðu, að hvert orð í athugasemdum Einars og Ara um „uppkastið"
var rétt og hitti naglann á höfuðið. „1 þá tíð, er „uppkastið" var á ferð-
inni, fylgdum vér feðmm vomm, og ekki vist, að ísafold eða Ingólfur
hafi legið á glámbekk heima, enda hafði maður í öðm að snúast en
að lesa blöð, tólf ára stráklingur — en vísast lent á yztu þröm Skilnaðar-
manna með Gísla Sveinssyni og fleirum, ef komizt hefði í krásina.“ —
Af þessu má nú ljóst vera, að pólitískur áróður er ekki alltaf að ófyrir-
synju, en gamanlaust var kynngikraftur í ræðum þeirra manna, er fóm
eldi um kjördæmin og unnu landið úr greipum sjálfsánægðrar heima-
stjórnar. Kosningasigur þeirra 1908 blés eldmóði í brjóst framsækinna
æskumanna, hann entist til 1944, þrátt fyrir áfangann 1918 og þrátt
fyrir það, að blá-hvitur fáninn varð eftir í valnum. Ein höfuðspuraing
er sett svo sem utanmáls í lok kaflans um Landvamartímabilið: Hvem-
ið tekst framtíðar kynslóðunum að varðveita fengið frelsi? Og von er,
að Ari Amalds spyrji, því nú er stranglega boðað, að efnahagurinn sé
fyrir öllu, dollar og pund jarteikn frelsisins.
Minningabók Ara Amalds vikur annars ekki að landsmálum nema í