Skírnir - 01.01.1949, Side 215
Skírnir
Ritfregnir
207
kaflanum, sem um var getið. Annar kaflinn heitir að visu „Skilnaður
Norðmanna" (og Svía) og er um þann stórpólitíska atburð og forystu-
menn Norðmanna eins og allt þetta kom ungum, íslenzkum stúdent
fyrir sjónir, en fyrir rás viðburðanna var hann svo lánsamur að kynnast
nokkrum mikilhæfustu mönnum og konum norsku þjóðarinnar á ör-
lagastundu Noregs. Slík kynni hefðu getað mótað ungan mann til orðs
og æðis, og því skal á engan hátt neitað, að svo sé um höfundinn, en
við lestur bókarinnar gegnir þetta furðu litlu máli, miklu er það ofar
í manni, að höfundurinn er sjálfur heill í iðandi frásagnargleði sinni og
sannur í lifandi stil og prúðum, nærfærnum lýsingum. Mynd höfundar-
ins verður manni hugleikin eftir lestur bókarirmar, hvort heldur hann
segir „brot úr ævisögu lslendings“, lýsir æsku og skóla, embættisverkum
eða byggir upp úr brotasilfri þjóðsögu og munnmæla svolítið listaverk
um „silfursala og urðarbúa".
Lárus Sigurbjörnsson.
Ágúst H. Bjarnason: Saga mannsandans. I. Forsaga manns og menn-
ingar, 184 bls., 51 ljósmynd, teikningar og 2 landabréf. — II. Austur-
lönd, 489 bls., 55 ljósmyndir, 1 landabréf og allmargar tímatalsskrár. —
Hlaðbúð, Reykjavík 1949.
Ágúst H. Bjarnason lauk prófi í heimspeki við Kaupmannahafnar-
háskóla um aldamótin síðustu, hlaut siðan styrk úr sjóði Hannesar Árna-
sonar og stundaði framhaldsnám í Þýzkalandi, Sviss og Frakklandi. Að
því búnu sneri hann heim til Islands og flutti fyrirlestra fyrir alþýðu,
svo sem skylt er þeim, sem notið hefur styrks úr sjóði Hannesar Árna-
sonar. Ennfremur flutti hann fyrirlestra á vegum Stúdentafélags Reykja-
víkur. Fjölluðu fyrirlestrar þessir einkum um heimspekilegar stefnur á
19. öld, en bók Ágústs H. Bjarnasonar, Nítjánda öldin, kom út 1906 og
var fyrsta bindi ritsins Yfirlit yfir sögu mannsandans. Siðan komu Aust-
urlönd 1908, Hellas 1910 og Vesturlönd 1915. Má því rekja fyrstu drög
þessa mikla rits til alþýðufyrirlestra þeirra, er getið var. En þeir voru
einnig upphaf að miklu starfi Ágústs H. Bjarnasonar að fræða Islend-
inga, lærða og leika, um ýmsar greinir heimspekinnar. Hann varð kenn-
ari í heimspeki við Háskóla Islands, er hann var stofnaður 1911, og
þvi embætti gegndi hann til ársins 1945. Mun enginn maður á Islandi
hafa unnið gerr að heimspekilegmn efnum, því að þau hafa verið meg-
inviðfangsefni hans um rösklega hálfrar aldar skeið. En því er þessa
getið hér, að í endurútgáfu Yfirlits yfir sögu mannsandans, sem heitir
Saga mannsandans, nýtur við jöfnum höndum dirfsku ungs lærdóms-
manns, er svellur móður að miðla öðrum af fróðleik sínum og þeim hug-
sjónum, er hann telur þá varða um, sem og handleiðslu þrautreynds
kennara, er öll manndómsár sin hefur glimt við þau fræði, er koma
mönnum öðrum fræðum fremur við.
Fyrsta bindi af Sögu mannsandans, Forsaga manns og menningar, er