Skírnir - 01.01.1949, Side 216
208
Ritfregnir
Skírnir
að öllu frumsamið fyrir þessa útgáfu. Það hefst með kafla um uppruna
lífsins, og vikur höfundur lauslega að nýjustu kenningum um stjam-
fræði og jarðfræði, stiklar síðan á stóru við að rekja framvindu lífsins
á jörðinni frá frumlifi til viti gædds manns. Ver hann þar mestum
tima til að greina frá ættfeðrum manna, og má kynnast þar helztu
kenningum mannfræðinga um þessi efni og merkustu beinafundum, sem
eru helztu forsendur fyrir ályktunum um ættfeður manna.
1 öðrum kafla er greint frá tilkomu manns og menningar. Rekur höf-
undur í stórum dráttum það, er markverðast verður ráðið af fornleifum
um tækni, lífshætti og feril steinaldarmanna. Er kafli þessi prýddur fjöl-
mörgum myndum.
f þriðja kafla er fjallað um upptök ritmáls og andlegrar menningar.
Er gerð grein fyrir þróun félagslífs, hæði með hliðsjón af atvinnuhátt-
rnn, líffræðilegum tengslum, siðum og réttarfari. Viðfangsefni þessi eru
öll flókin, því að hvorttveggja er, að torvelt er að sækja gögnin í hend-
ur fyrnskunnar og vandhæfi á því að dæma af álikum frá frumstæðum
þjóðum, er enn lifa og sannar sagnir eru af, þegar ráða skal í hagi
og hætti löngu horfinna kynþátta. En höfundur bendir á helztu niður-
stöður fræðimanna og nokkrar forsendur þeirra, en í þessum kafla þykir
mér hann hafa skorið efnið um of við nögl sér, því að hann hefur af
nógu að taka.
1 tveimur síðustu köflunum er rakin þróun trúarbragðanna bæði með
hliðsjón af hugmyndum og hugmyndakerfum og helgiathöfnum og helgi-
siðum. Efni þetta er óhemju umfangsmikið, og gegnir furðu, hversu
miklu höfundur kemur á framfæri í ekki lengra máh. Hér er fjallað
um efni, sem fræðimenn greinir á um, sem von er til, en höfundur
tekur ekki þátt í deilum þeim, heldur skýrir frá þeim niðurstöðum, er
hann hyggur markverðastar. Lýkur bindi þessu með þvi, að rakin er
þróun trúarbragða frá kynngitrú og blætidýrkun til eingyðistrúar og
bent á ýmsar heiðnar minjar í kristinni trú.
Er bindi þetta fyllsta heimild á íslenzku máli um forsögu mannsins.
Annað bindið, Austurlönd, rekur menningarsögu merkustu Asíuþójða
og Egypta. Meginkaflarnir heita: Kínverjar, Indverjar, Súmerar og Akk-
aðir, Babelsbúar og Assyriumenn, Mediumenn og Persar, Aðrar Vestur-
Asíuþjóðir, Egyptar, Gyðingar.
Þótt bindi þetta beri sama nafn og í frumútgáfunni 1908, má kalla,
að hér sé nýtt rit á ferðinni, þvi að hver kafli er endursaminn og stór-
um aukinn, en nýjmn köflum bætt við, þeirra mestur er kaflinn rnn
Egyptaland, en niður er felldur þátturinn um kristindóminn, en það var
lokaþáttur þessa bindis í frumútgáfunni. Verður hann fluttur i fjórða
bindi þessarar útgáfu.
1 hverjum meginkafla gerir höfundur nokkra grein fyrir landfræði,
stjórnmála- og atvinnusögu þeirra þjóða eða menningarsvæða, sem hann
fjallar um, en megináherzlu leggur hann á þróun heimspeki og trúar-