Skírnir - 01.01.1949, Qupperneq 217
Skímir
Ritfregnir
209
hugmynda, enda er hér getið um merkustu trúarhrögð mannkyns, að
undantekinni kristinni trú. Skýrt er frá trúarhöfundum, eftir því sem
gögn vinnast til, en aðaláherzla lögð á að kynna hugmyndir þeirra og
boðskap, er það gert rækilega, og er mikill ávinningur að þýðingum
á köflum úr helgiritum, hávamálum og fögrum bókmenntum Asíuþjóða,
bæði í bundnu máli og óbundnu.
Þá er og sagt frá vísindum, listum, siðum og kreddum.
Yfirleitt lætur höfundur rétta timaröð ráða um efnisskipun, og leiðir
að nokkru af því, að hann leitar fremur sérkenna en samkenna. Fyrir
þessar sakir verður ritið ákaflega efnismikið, en jafnframt nokkuð þungt
aflestrar, því að það gerir miklar kröfur til minnis lesandans. Hins veg-
ar er framsetning öll ljós og einföld, og má ætla, að ritið í heild njóti
þess, að það er sprottið af alþýðufyrirlestrum, því að höfundur mun hafa
sett sér það markmið og náð þvi, að skrifa svo, að hver meðalgreindur
lesandi gæti, með kostgæfilegum lestri, fylgzt með máli hans til hlítar.
En þetta rit hefur ekki aðeins notið þess, heldur mun íslenzkt mál bera
varanlegan blæ af ritum Ágústs H. Bjamasonar um ýmsar greinir heim-
spekinnar, því að þar hefur hann unnið brautryðjandastarf, er seint mun
fyrnast, bæði með frumsömdum ritum og þýðingum.
Saga mannsandans verður sex bindi. Þriðja bindið mun fjalla um Hell-
as, trú og heimspeki Grikkja, fjórða bindið um Róm í heiðnum og
kristnum sið; verður þar greint frá upptökum og þróun kristninnar.
Fimmta bindið fjallar um Vesturlönd, heimspeki og vísindi vestrænna
þjóða, og sjötta bindið, Nítjánda öldin, segir frá heimspeki og vísindum
Vesturlanda fram til síðustu aldamóta. Þetta rit var, þegar það kom
fyrst út, merkasta ritið, sem út hafði komið é íslenzku máli um blóma
menningarinar á ýmsum stöðum og tímum, og svo er enn, þegar útgáfa
þess er nú hafin að nýju, röskum fjórum áratugum síðar.
Andi þessa rits er andi höfundar þess og birtist í því, sem hann telur
frásagnarvert, og framsetningu hans. Hann er hlutlægur og hleypidóma-
laus, gæddur bjartsýni þeirrar aldar, er hafði ekki kynni af þeim skugga-
hliðum tækni-vísindanna, er þessi öld hefur. Hann er karlmannlegur
og hispurslaus, mikillátur og umburðarlaus gagnvart bábiljum og for-
dómum. Þó er umburðarleysi hans mannúðlegt, en það er fégætt.
Það er happ þeirrar íslenzku sagnaritunar, er hér greinir, að höfundur
hennar var nemandi eins ágætasta heimspekings, raunsæismanns og
jákvæðismanns, er þá sat á kennarastóli, Haralds Höffdings í Kaupmanna-
höfn. Það hefur eflaust haft nokkur áhrif á verkefnisval höfundarins
í upphafi, enda er mannúð hans og raunsæi í sifjum við þær andlegu
hræringar, er hæst bar á öldinni, sem leið, en hann hefur fylgzt vand-
lega með þróun vísinda á þessari öld og frætt aðra um þær.
Virðing sú fyrir hlutlægum staðreyndum, er öðru fremur hefur auð-
kennt þær heimspekistefnur, er höfundi munu hugleiknastar, ræður þvi,
að rit hans mun enn um langan aldur verða námfúsum Islendingum
traust heimild um sögu mannsandans. Broddi Jóhannesson.