Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 218
210
Ritfregnir
Skímir
Origin of Language, four essays by Alexander Jóhannesson pro-
fessor of Icelandic and comparative philology in the University of Reykja-
vik. — H.f. Leiftur, Reykjavík 1949.
Rókin fjallar, svo sem titillinn ber með sér, um uppruna tungumál-
anna. Hún er rituð á ensku, en prentuð hér í Reykjavík. Hún er tileink-
uð Sir Richard Paget, en G. R. Driver, prófessor í semitískum málum í
Oxford, ritar formálann.
Hér er um að ræða framhald á fyrri athugunum og kenningum höf-
undar um uppruna málsins. Bókinni er skipt í fjóra meginkafla. Fyrst er
allýtarleg greinargerð fyrir „látæðiskenningunni", þá kemur kafli um
hebresku og íslenzku, síðan þáttur um uppruna eu-tvihljóðsins í indo-
evrópskum málum, og loks alllangur kafli um nöfn á líkamshlutum
í indoevrópskum málum og hebresku.
Óþarft er að rekja hér að ráði kenningu prófessors Alexanders trm
uppruna málsins, og má vísa þar til fyrra rits hans um það efni, „Um
frumtungu Indogermana og frumheimkynni", Reykjavik 1943. Þess skal
þó getið, að aðalinntak þessarar kenningar er á þá leið, að megnið af
orðaforða málsins sé upphaflega látæðisorð, fyrst hafi menn tjáð sig
á bendingamáli eingöngu, en talfærin síðan ósjálfrátt líkt eftir hreyf-
ingum handanna. Af því leiðir, að málhljóðin eru upphaflega nátengd
merkingu orðanna. 1 fyrsta kaflanum lýsir höfundur nokkuð þessari
kenningu og þróun hennar. Hann getur þess þar m. a., að hann hafi,
þegar hann var að semja rit sitt um frumtungu Indogermana, fengið
í hendur bók Sir Richards Pagets, Human Speech, þar sem haldið er
fram líkum skoðunum. Þetta hafi orðið sér til mikillar hvatningar og
hafi hann síðan átt bréfaskipti og viðræður við Sir Richard um þessi
efni. Hann hafi nú tekið að athuga fleiri málaflokka, eins og t. d. semit-
ísku málin, með hliðsjón af látæðiskenningunni, og hafi það allt kom-
ið heim. Höfundur lætur þess og getið, að athuganir sínar á súmerísku
bendi í sömu átt.
I öðrum kaflanum tekur höfundur til meðferðar allar hebreskar rætur
með t eða d í framstöðu, 138 alls. Og niðurstaða hans er, að 84, eða
60,8%, séu í fyllsta samræmi við látæðiskenninguna. Þarna er svipað
uppi á teningnum og um indóevrópsku málin. Þessi samsvörun muni
naumast stafa af innbyrðis skyldleika þessara málaflokka, með því að
óvíst sé með öllu um það atriði. Samræmið eigi fremur rót sína í al-
mennum lögmálum um tilorðningu tungumála.
Næsti kafli fjallar mn uppruna eu-tvíhljóðsins í indóevrópskum mál-
um. Höfundur tekur þar til athugunar allar indóevrópskar rætur, 196
alls, þar sem þetta tvíhljóð kemur fyrir. Niðurstaðan er sú, að eu-tví-
hljóðið muni upphaflega hafa táknað eitthvað bogið eða hvelft. Jafnframt
rannsakar hann þama nokkrar hebreskar rætur af svipaðri gerð, og
bendir athugunin á þeim í sömu átt.
I síðasta kaflanum ræðir hann um nöfn á líkamshlutum í indóevrópsk-