Skírnir - 01.01.1949, Síða 222
II
Skýrslur og reikningar
Skírnir
Jón Gunnarsson, Stöðvarfirði.
Matthías Einarsson, yfirlæknir, Reykjavík.
Nikulás Friðriksson, innsjónarmaður, Reykjavik.
Páll Eggert Ólason, dr. phil., Reykjavik, heiðursfélagi.
Ragnar Hjörleifsson, bankaritari, Reykjavík.
Rudolf Meissner, prófessor, dr. phil., Bonn, heiðursfélagi.
Samúel Eggertsson, teiknari, Reykjavík.
Vigfús Einarsson, fv. skrifstofustjóri, Reykjavik.
2. Þá las gjaldkeri upp ársreikning og efnahagsreikning félagsins.
Voru þeir endurskoðaðir af öðrum endurskoðandanum og vottaðir réttir
af honum. Reikningarnir voru síðan bornir undir atkvæði fundarmanna
og samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
Enn fremur las gjaldkeri upp reikning yfir sjóð Margrethe Lehmann-
Filhé’s og reikning Afmælissjóðs félagsins. Höfðu þeir einnig verið end-
urskoðaðir og vottaðir réttir af sama endurskoðanda og hinir reikning-
amir, og voru samþykktir af fundarmönnum öllum.
3. Forseti skýrði því næst frá störfum félagsins á hinu umliðna ári.
Sakir mikils annríkis í prentsmiðjunum og i annan stað sakir skorts á
æskilegum pappír í eitt ritanna, er út vom gefin, hafði tafizt nokkuð
prentun þeirra sumra og útsending til félagsmanna. Horfið hafði verið
að því ráði að hefja útgáfu hins mikla ritverks drs. Páls Eggerts Óla-
sonar, Islenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940. Hafði
dr. Páll lokið við það verk áður en hann féll frá. Ákveðið hafði verið,
að félagsmönnum gæfist kostur á að fá það sent sér í bandi, þeim er
þess höfðu óskað, svarað tilboðum og spumingum því viðvikjandi, og var
um tvenns konar band að ræða. Var ritverk þetta áætlað, að verða
myndi 5 bindi, hvert um 30 arkir, og skyldi koma út eitt bindi á ári,
unz lokið yrði, þ. e. árin 1948—52. — Lokið hafði verið prentun Skím-
is, 122. árg. og 6., síðasta, heftis IV. bindis Annála 1400—1800; en
frestað til yfirstandandi árs útgáfu Prestatals; kæmi það út, eða hafin
útgáfa þess, á þessu ári, auk Skímis, 123. árg., og II. bindis Æviskránna.
Prentað hafði og verið 2. hefti XV. bindis af Fombréfasafninu, þriðj-
ungur texta þess bindis. Hafði dr. Páli enzt aldur til að ljúka við það
bindi allt; myndi 3. hefti koma út á yfirstandandi ári, og væntanlega
yrði síðan unnt að gefa út á næstu 2 ámm registrin yfir XIV. og XV.
bindi þessa verks.
4. Þá vom endurkjömir endurskoðendur félagsins, þeir Jón Ásbjöms-
son, hæstaréttardómari, og Brynjólfur Stefánsson, framkvæmdastjóri.
5. Síðan var fundargjörð lesin upp og samþykkt, og að svo búnu
var fundinum slitið.
Eiríkur GúiSmundsson.
Alexander Jóhannesson.