Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 8
6
Halldór Halldórsson
Skírnir
Og orka hans var ekki orka neins meðalmanns. Hann var
einn mesti eljumaður, sem um getur, og virðist hafa haft
óbilandi starfsþrek. Fyrir þetta mikla og mikilsverða starf
heiðrar Háskóli Islands minningu Finns Jónssonar í dag.
En Háskólinn hefir einnig aðra ástæðu til þess að minnast
Finns Jónssonar. Hann var að vísu aldrei starfsmaður þessarar
stofnunar. En hann gaf Háskólanum eina af mikilsverðari
gjöfum, sem honum hefir hlotnazt, og það áður en hann var
stofnaður. Hann gaf Háskólanum bókasafn sitt.
Gjafabréfið er gert í Kaupmannahöfn 3. apríl 1909 og vit-
anlega undirritað af Finni sjálfum, en jafnframt lýsa þau því
yfir frú Emma Jónsson, kona Finns, og einkasonur hans, Jon
F. Jonsson, að þau séu samþykk ákvæðum gjafabréfsins. Þá
votta tveir heimilisvinir, þeir Bogi Th. Melsted mag. art. og
Gísli Brynjólfsson læknir, að allt sé með felldu um gjöfina.
Er þetta vafalaust gert til þess að fullnægja ákvæðum danskra
laga.
Helztu ákvæði gjafabréfsins eru þessi: Finnur Jónsson lýsir
því yfir, að hann gefi föðurlandi sínu, Islandi, bækur sínar
allar að sér látnum. Tilskilið er, að bókasafnið skuli afhent
háskóla á Islandi, ef hann hafi þá verið stofnaður, og sé hlut-
verk þess að vera vísindalegt hjálpargagn við rannsóknir á
norrænu og þó einkum íslenzku máli, bókmenntum og sögu.
Þó skal safnið því aðeins renna til háskólans, að fyrr nefnd
efni séu kennslugrein innan hans. Konu Finns og einkasyni
er leyft að halda eftir nokkrum bókum, einkum þeim, er telj-
ast til fagurra bókmennta („af skonliterær art“), en við lát
þeirra skal þeim þó skilað til safnsins.1)
Bókasafnið var flutt til íslands nokkru eftir lát Finns Jóns-
sonar eða nánara tilgreint síðla árs 1934. Böðun þess og skrá-
setningu annaðist Einar Ólafur Sveinsson prófessor. Safnið
var tekið í notkun sumarið 1935. Það var fyrst til húsa í litlu
herbergi í Alþingishúsinu. Þetta herbergi var jafnframt
kennslustofa fyrir þá, sem lögðu stund á íslenzk fræði í Heim-
spekideild, en eftir að safnið komst á laggimar, varð þessi
) Árb. Hásk. 1911—12, bls.60—61.