Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 264
258
Ritfregnir
Skírnir
að sem aðalmanni í gabbinu. (f Ameríku breyttist nafn hans í Ohman).
Sennilega hefur allt þetta fyrirtæki verið hugsað sem meinlaust gaman,
og Wahlgren telur sig engan rétt hafa til að áfellast Ohman eða aðra þá,
sem verið hafa upphafsmenn að því. Hann vitnar til orða Sven B. F. Jans-
sons: „Steinninn varð ekki fölsun í þess orðs eiginlega skilningi fyrr en
búið var að skrifa allar þessar greinar og ritgerðir til þess að sanna að
hann sé egta.“ Þessa sneið á Hjalmar Holand öðrum fremur. Hann er
sá raunverulegi sökudólgur, því að hvað sem öllum málsbótum líður, er
engin leið að hreinsa hann af þeim grun, að hann viti eins vel og and-
stæðingar hans, að Kensington-steinninn er ekkert annað en nútímagabb.
Ekki segir Wahlgren þetta berum orðum, en annars fer hann ómildilega
með Holand og flettir hvað eftir annað ofan af honum sem mjög óvönd-
uðum fræðimanni, vægast sagt.
Saga Wahlgrens af Kensington-steininum er bráðskemmtileg aflestrar,
mjög fjörlega skrifuð, og málið rakið frá öllum hliðum. Þetta er eins og
rannsókn í leynilögreglusögu. En einmitt þess vegna furðar mig á, hve
lítið far höfundur virðist hafa gert sér um að spyrja börn Ohmans spjör-
unum úr, þau sem enn eru á lífi. Ohman átti mörg börn, sem sum voru
komin til vits, þegar Kensington-steinninn „fannst", koma jafnvel við
fundarsögu hans og hljóta að hafa fylgzt með umræðunum um hann.
Skyldu synir Ohmans, sem enn búa á sömu jörðinni, virkilega ekki geta
sagt nákvæmlega frá öllu gabbinu, eða fást þeir ekki til að leysa frá
skjóðunni? Kannske eru þeir að hugsa mn heiður gamla mannsins, sem
raunar hefur þó hvergi sagt, að hann hafi ekki höggvið Kensington-
steininn. Hann kann að hafa framið eða átt þátt í tiltölulega meinlausu
gabbi, en það var hvorki ætlun hans né sök, að svo langt fór sem fór.
Það sýnir Wahlgren í bók sinni.
Eoanthropus dawsoni er endanlega úr sögunni. Ætla mætti, að bók
Wahlgrens gerði einnig út af við Kensington-steininn, svo markviss sem
atlagan er. En hér er hægara um vik að þyrla upp moðreyk en kringum
Piltdown-manninn. Eitthvað mun Holand reyna að krafsa í bakkann, og
hann mun fá stuðning þeirra, sem alltaf hafna því trúlega, ef kostur er
á því ótrúlega. Ég spái þvi, að formælendur Kensington-steinsins eigi enn
eftir að láta til sín heyra. Kristján Eldjárn.
Nýjustu leikritin.
Satt bezt að segja er mér um og ó að taka til yfirvegunar, og þó
aldrei nema lauslega, ástand og horfur leikritunar líðandi stundar. Gróð-
urinn er í greinilegum vexti, en það er ljóst, að urtagarðurinn nýtur
lítillar umhirðu. Vaxtarskilyrðin eru heldur ekki góð; af átta frum-
sömdum leikritum síðustu ára hafa aðeins tvö komizt á leiksvið. Og
gróðurinn er i fyllsta máta sundurleitur.
Árið 1955 var sprettan sérlega mikil, fjögur leikrit og þættir að auki