Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 242
236
Magnús Már Lárusson
Skírnir
1 spýtingnum eru þá 6 voðir, en ekki 5, eins og DI V, 189
segir, nema svo kynni að vera, að önnur sé 12, en hin 10
álnir, sem stafaði af mislöngum álnum, en voðin jafnlöng
fyrir því. Eigi kemur þetta heldur saman við Búalög, bls. 214,
er segir helmingalagsvoð 16 álna; ef til vill er þar um mis-
ritun að ræða og ætti að standa 12.
Nú mætti þykja einsætt, að ulna í heimildinni svari til
álnar Búalaga, en fyrir 26% mörk var hiklaust sett petra,
sem samsvarar 28 bismaramörkum með lítilli skekkju, eða
svo til 14 pundum af avoirdupois með nálega sömu skekkju.
Þá kemur spurningin um það, hvort ulna merki hér ekki
enska öln, ell, sem er talin 45 þumlungar eða 114,3 m.
Vaðmál voru talin í þeirri einingu á Englandi, ekki í yard,
virga; en sé talið í enskri öln, þá er ekki um helmingalags-
voð að ræða, heldur vöruvoð. 20 álna vara vegur 26% mörk,
eins og segir að ofan. Þá eru í spýtingnum 120 álnir af vöru
einbreiðri. Eftir heimildinni DI V, 189, ættu þá 24 álnir
að vera í voðinni.
Heitið burellus (borel, burel) sker ekki úr um það, hvort
lengdarmálið sé réttara. Heitið merkir gróft vaðmál, mórautt
eða grátt.
Dæmið af spýtingnum sýnir þá, að í lengd hans er notuð
eining, er lík er enskri öln eða gengur upp í lengd hennar,
eða því sem næst.
1 kaupsetningunum virðist það vera reglan, að til grund-
vallar er lagt varningsklæði, 24 stikur þríbreitt fyrir hundr-
að DI IV, 276. DI IX, 584, X, 588, XI, 518 geta ekki breidd-
ar og nefna klæðið hálfstykki. Þar er þá um að ræða helm-
ingalagsvoð, tvíbreiða.
I dómi frá 1514 eru hins vegar lagðar til grundvallar 12
stikur varningsklæðis fyrir hundrað, DI VIII, 510. Er þetta,
að því er virðist, eina dæmið, sem finnst, þar sem kann að
vera talið í tveggja álna stikum.
Sé íslenzk stika í raun og veru talin tvær álnir, þá gæti
hún verið sama sem ell og hvor öln 57,15 sm, sem lægi
nærri, að væri Hamborgaralinin svonefnda. En gildi þetta