Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 218
212
Magnús Már Lárusson
Skírnir
í Crymogœa, bls. 76/85n, alin meðal annarra mælieininga,
en tilgreinir ekkert nánar um hana en að henni sé skipt í 20
þumlunga. Gæti þetta með öðru, sem fram kemur síðar, bent
til, að Hamborgaralinin svonefnda hafi verið reikningsalin,
sem notuð hafi verið í viðskiptum við kaupmenn, sbr. um-
mæli Jóns biskups um innlenda alin um það bil þumlungi
styttri.
Búalögin prentuðu tilgreina ekki þessa þumlungaskiptingu;
hins vegar skiptir þegar elzta gerð þeirra alininni í kvartil,
bls. 4.
1 AlfrœSinni eru aðrar skiptingar og skilgreiningar: I, bls.
45, II, bls. 124n og 239, og III, bls. 74n. Því miður eru sum-
ir textarnir spilltir, en það er mikill skaði. Enn fremur eru
þeir, að því er virðist, bundnir við latneskar einingar án þess
þó, að gerð sé grein fyrir þeim lengdarmun, sem kann að
vera á norrænni og latneskri einingu eða á norrænum ein-
ingum sín á milli.
Alfr. I, bls. 45, segir, að 93 byggkorn geri einn lófa. Þetta
er í mótsögn við Alfr. II, bls. 239, þar sem segir, að 12 bygg-
korn geri einn lófa og Alfr. III, bls. 74, þar sem 3 byggkorn
gera einn munda. Byggkornið var lengdareining til forna,
sbr. enska málið barley-corn I/3 úr inch. 93 virðist þvi vera
misritun fyrir 12, hvernig sem á henni kann að standa. Alfr.
I segir, að 994 mundar geri alin. Þetta virðist og vera skekkja,
er lesið er saman við Alfr. III.
3 lófar eru taldir gera fet, 2 fet alin, 3*/2 alin faðm. Hér
er samræmi milli Alfr. I og III, bls. 74, en ósamræmi við II,
bls. 239, er seinna verður getið.
Enn fremur segir, að 5 fet geri skref, 125 skref stadius eða
skeið, en 2 stadía mílu. Þetta er latneskt mál og í samræmi
við Alfr. II, bls. 124, og III, bls. 74, en aftur í ósamræmi við
II, bls. 239.
Textinn Alfr. II, bls. 239, hefur nokkra sérstöðu. Þar eru
4 fet talin gera stig, en 2 stig faðm. Við það kemur fram
8 feta faðmur, en venjulegur faðmur forn, sem Búalög nefna
málfaðm, er 7 feta, enda hefur einn textanna hálft fjórða fyr-
ir 4. 8 feta faðmurinn gæti bent til lengri faðma, þegar