Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 71
Skírnir
Um gildi íslenzkra íornsagna
67
þær til matfanga, sem kringum landið liggja, þess síður kom-
izt til annarra þjóða sér næringar að leita."
Þó að hér sé varlega að orðið kveðið um sumt, af skiljan-
legum ástæðum, þá birtast hér hugmyndir, sem eru fyrir-
rennari sjálfstæðisbaráttu 19. aldar. Og það er hinn forni veru-
leiki, sem veldur því, að þessir menn fara að taka óskir sínar
alvarlega og að hinar dreifðu hugmyndir verða þegar að einni
heild. Og vitneskjuna um hinn forna veruleika, um hina fornu
menningu, hafa þeir úr sögunum.
Hér var sýnt, hvemig fomritin, sérstaklega sögurnar, urðu
hvöt fyrir þjóðina alla saman. En auk þess hafði andi þeirra
drjúg áhrif á einstaklinginn, áhrif, sem ekki er svo auðvelt að
gera grein fyrir, en eru ekki minni fyrir það. Ég tala ekki um
stælingu; t. d. eru Islendingar friðsöm þjóð og lausir við hern-
aðaranda, þó að sögurnar fjalli mjög um vígaferli. En þegar
Andreas Heusler finnur i upphafi 20. aldar, að Islendingar séu
„Aristo-Demokraten“, eftir vesöld eymdaraldanna, þá má
þykja líklegt, að sögurnar eigi nokkurn þátt i því. Siðaskoð-
anir sagnanna, hugsjónir sem manndáð, sæmd og drengskap-
ur, hinn mikli hreinleikur, sem þar ríkir, allt hefur þetta ekki
látið sig án vitnisburðar. Og einstaklingshyggjan.
Ég skal nú ekki fjölyrða meira um þetta, en víkja að áhrif-
um fornsagnanna á mál og bókmenntir íslendinga á síðari
tímum.
Fornsögurnar ásamt arftaka þeirra, hinum yngri sögum,
ýkjusögunum, og með rímum og kvæðum, hafa valdið eigi
litlu um hina fágætu varðveizlu tungunnar. Allt var þetta
almenningseign, og hefur það átt drjúgan þátt í því, að hér
myndast ekki mállýzkur eins og erlendis — það er ekki eina
ástæðan, en veigamikil ástæða. Og i baráttunni við að lyfta
ritmálinu, hreinsa það og auðga á 18. og 19. öld, var mál forn-
sagnanna hin mikla fyrirmynd. Greina má tvær leiðir. Annað
var leið stælingarinnar, eftirlíkingar stafa, orðmynda og orð-
skipunar. Hin er leið Sveinbjarnar Egilssonar og lærisveina
hans: Þá var sögumálið svo sem lögeggjan, en undirstaða rit-
máls þeirra var þó mælt mál, eins og það var talað bezt. Því að
það verður á hverjum tíma að vera undirstaða, ef vel á að fara,