Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 210
20+
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
boðskap hans á þessa leið: Mikilvægast alls er heils hugar trú-
mennska og djúpsæi gegnum hvern blekkingahjúp, Heim-
dallarhlust, sem skynjar jafnt æðstu vitranir sem innstu rödd
hjartans. 1 sönnu og fögru lífi felst næstum ósigrandi máttur,
hve lítils vert sem það kann að virðast í augum þeirra, sem
valda allri kvöl og rangsleitni heimsins. Og Blake gat trútt
um það talað. Svo sem grámunkurinn var fangelsaður og kval-
inn, hlaut skáldið ævilanga einangrun misskilnings og lítils-
virðingar, sár aðhláturs og harðýðgi að launum fyrir list sína.
En líkt og munkurinn iðkaði fróðleik sinn og ritaði í klefa um
dimma nótt að boði guðs, hlýddi Blake sömu skipun. Flann
lét vanþakklæti heimsins og vonbrigðin, sem mennimir ollu
honum, lítið á sig fá til langframa. Á meðan Blake enn var í
Felpham, ungur að aldri, ritar hann vini sínum: „Þó að ég
hafi verið óhamingjusamur, þá er ég það ekki lengur. Ég er
aftur kominn upp í dagsljósiið. Um eilífð tilbið ég Hann, sem
er ímynd Guðs.“
Ein af myndunum í bókinni Hlið himinsins er af manni á
hraðri ferð. Hann flýtir sér heim, áður en kvölda tekur. Ferða-
langurinn hefur skynjað hið sanna eðli lífsins, snúið frá myrkri
til ljóss, skjmjað ódauðleik sálarinnar. Hann er í óða önn að
ljúka dagsverkinu, af því að viðhorf hans er breytt. Það, sem
áður virtist mest um vert í lífinu, birtist honum nú sem blekk-
ing. Hann hefur tekið nýja stefnu og er sannfærður um önd-
vegishlutverk mannsins, sem er að hafna villu, en leita sann-
leikans um aldur. Mynd þessi á mæta vel við Blake sjálfan,
er vann að skáldskap sínum og myndlist af ákafa þess manns,
sem hefur svo margt að segja og sýna véröldinni, að hann
óttast að honum vinnist ekki tími til þess, áður en kallið kemur.
William Blake andaðist 12. ágúst 1827 með söng á vörum
og pensil í hendi. Á banasænginni fullgerði hann mynd af
Urizen, skaparanum — efni, sem hann fékkst oft við og end-
urtók víða í verkum sínum likt og stef í ljóði. Þetta er ekki
mynd af guði við að skapa alheiminn, eins og sumir hyggja
í einfeldni sinni, heldur hið gagnstæða: sjálfsblekkingin; því
að „villan er sköpuð, en sannindin eilíf“, segir Blake.
Um Blake mátti segja, líkt og hann lagði spámanninum