Skírnir - 01.01.1958, Blaðsíða 36
34
Karl-Hampus Dahlstedt
Skírnir
ast á tímum einokunarinnar, 1602—1854, en áhrif hennar
hurfu ekki á Suðausturlandi fyrr en í lok 19. aldar.
Þannig sýnir Stefán Einarsson fram á, að útbreiðslan á
framburði nokkurra hljóða á Suðausturlandi, b,d, g<p,t,k
milli sérhljóða (linmœli), lagi (þgf. af lag) og slík orð með
löngu a [la:jx] í staðinn fyrir tvíhljóð [lai:ji] og stjarna og
slík orð með rn eða rl án samlögunar eða d-sníkjuhljóða, nái
til fæðingarhéraðs hans, Breiðdals, og til Stöðvarfjarðar, eða
yfir svipað svæði og verzlunarstaðurinn Djúpivogur teygði
sig á einokunartímunum.
Á sömu mörkum í norðaustri eru notuð — að sögn Stefáns
Einarssonar — á kynlegan hátt áttarorðin suSur og austur
sem andstæður. Mér virðist samt sennilegra, að útbreiðsla
þessa fyrirbæris standi í nánu sambandi við halla strand-
lengjunnar í suðvestur og norðaustur.17
Bjöm Guðfinnsson hlaut doktorsnafnbót fyrir ritgerðina
„Mállýzkur 1“ 1944 við Háskóla Islands. Þegar Stefán Einars-
son tók sér fyrir hendur rannsóknir á íslenzku alþýðumáli,
var það sem hljóðfræðingur og hljóðsögufræðingur, en sjónar-
hóll Björns Guðfinnssonar var hins vegar móðurmálskennslan
og verndun framburðarins (smbr. 1946, bls. 8 og 82). Annað
meiri háttar rit hans nefnist „Breytingar á framburði og staf-
setningu“ (1947), sem geymir einnig að vemlegu leyti fróð-
leik um eðli íslenzkra mállýzkna, sem byggist á umfangs-
miklum frumrannsóknum höfundar.
Eins og Ivar Aasen gerði forðum daga í Noregi, beitti Björn
Guðfinnsson rannsóknum sínum á alþýðumáli í þágu vernd-
unar móðurmálsins. „Þessar rannsóknir hans hafa varpað
nýju ljósi á margt í framburði íslenzkrar tungu og sannað,
að nútímaframburður málsins er miklu likari framburðinum
í fornöld en ýmsir erlendir vísindamenn hafa haldið“, ritaði
Alexander Jóhannesson í eftirmælum sínum um Björn Guð-
finnsson.18
Auðvitað varð ekki hjá því komizt, að slík afstaða hafi
mótað aðferðir og takmark Björns Guðfinnssonar. Hann hélt
áfram þá braut, sem Stefán Einarsson hafði að nokkru leyti
farið, en gekk töluvert miklu lengra í rannsóknum sínum,